23/05/2025 • Einar Örn Birgisson

EPOS ADAPT E1 – Fyrir fagfólk á ferðinni

ADAPT E1 eru byltingarkennd heyrnartól með Microsoft Teams vottun og Made for Iphone vottun. Yfirburðar hljóð, þægindi og sveigjanleiki við leik og störf. 

Fyrirtæki víða um heim leita stöðugt að snjöllum lausnum sem styðja sveigjanlegt vinnuumhverfi og auka skilvirkni starfsfólks. EPOS bregst við þessari þörf með háþróuðum hljóðlausnum sem tryggja skýr samskipti og meiri einbeitingu – hvort sem þú ert í símtali eða að vinna í opnu rými.

EPOS er danskt tæknifyrirtæki með uppruna sinn í Sennheiser Communications og Demant og varð til árið 2020. EPOS sérhæfir sig í hágæða heyrnartólum fyrir atvinnulíf, leikjaiðnað og flugumferðarstjórn.

Epos Adapt E1Epos Adapt E1

ADAPT línan - fyrir nútíma vinnuumhverfi

ADAPT línan frá EPOS er hönnuð fyrir fólk í blönduðu vinnuumhverfi, hvort sem þú ert á skrifstofunni, heima eða á ferðinni. Heyrnartólin byggja á EPOS BrainAdapt™ tækni sem býður upp á bestu skilyrðin fyrir heilann þinn til að auka einbeitingu í símtölum og hávaðasömu umhverfi. Lykilatriði til að auka afköst í sveigjanlegu vinnuumhverfi dagsins í dag.

Nýjustu heyrnartólin í ADAPT línunni eru EPOS ADAPT E1 heyrnartapparnir sem komu út í mars 2025. , sérstaklega hönnuð fyrir þau sem vilja létt en hljóðeinangrandi heyrnartól og eru frábær kostur fyrir þau sem taka símtöl á ferðinni, en vilja einnig geta notið góðra hljóðgæða í frítíma sínum.

0:00

0:00

5 ástæður að velja EPOS ADAPT E1

Það getur verið snúið að velja heyrnartappa sem virka bæði við vinnu og í frítímanum. Við höfum tekið saman fimm eiginleika sem gera ADAPT E1 að skynsamlegum kosti hvort sem þú vinnur heima, á skrifstofunni eða ert á ferð og flugi. 

1. EPOS IntelligentFit™

Þökk sé EPOS IntelligentFit™ tækninni, sem byggir á gögnum úr yfir 500.000 eyrnaskönnunum og gervigreind, aðlagast ADAPT E1 eyrunum þínum og sitja þægilega allan daginn.

2. Hybrid Active Noise Cancellation (ANC)

ADAPT E1 er með Hybrid Active Noise Cancellation (ANC) sem dregur úr utanaðkomandi hávaða og eykur skýrleika í samtölum. Hvort sem þú ert á fjölmennri skrifstofu eða á kaffihúsi, þá heyrir þú alltaf greinilega.

3. Vottuð fyrir fjarfundi og Teams

ADAPT E1 eru Microsoft Teams og Made for iPhone vottuð ásamt að styðja fjöltengingar sem þýðir að þú getur skipt á milli síma, spjaldtölvu og tölvu án fyrirhafnar. ADAPT E1 fylgir einnig USB kubbur sem einfaldar tengingu við Teams í tölvunni.

4. Fjöltenging við mörg tæki

Skiptu áreynslulaust á milli síma, tölvu og spjaldtölvu – án þess að missa af takti í verkefnum dagsins.

5. Allt að 50 klst. rafhlöðuending

Hleðsluhylkið býður upp á allt að 50 klukkustundir af rafhlöðuendingu og styður þráðlausa hleðslu svo þú sért alltaf klár.

Einstök þægindi, framúrskarandi hljóð

20% kynningarafsláttur af EPOS ADAPT E1!

Nýttu þér tækifærið – 20% kynningarafsláttur er í boði núna og út júní 2025 á ADAPT E1 heyrnartólunum. Fullkomin lausn fyrir fagfólk á ferðinni – á enn betra verði!

https://images.prismic.io/verslun/aDBn1idWJ-7kSflJ_2.EinarO%CC%88rn.png?auto=format,compress

Höfundur bloggs

Einar Örn Birgisson

Lausnastjóri Hljóð- og Myndlausna

Deila bloggi