21/02/2025 • Sunna Mist Sigurðardóttir

7 ástæður þess að skipta yfir í rafræna hillumiða frá Vusion

Með rafrænum hillumiðum getur verslunin þín farið ofar – í skilvirkni, upplifun viðskiptavina og samkeppnishæfni

Stafræn umbreyting og skilvirkni í rekstri er ein helsta áskorun verslunareigenda í dag. Eins mikilvægt og það er að fjárfesta í framtíðinni og stafvæða reksturinn getur það verið krefjandi og tímafrekt. Ávinningurinn af slíkri fjárfestingu þarf að skila sér í raunverulegum tímasparnaði starfsfólks, betri upplifun viðskiptavina og auka samkeppnishæfi á markaði.    

Við hjá Ofar bjóðum viðskiptavinum okkar upp á rafræna hillumiðalausn frá Vusion Group sem eru leiðandi á markaði og ávallt skrefi framar. Með nýrri tækni í rafpappír er nú loks allt litrófið í boði á rafpappír sem gerir markaðsfólki kleift að styðja enn betur við markaðssetningu og herferðir, auka sölu og efla tryggð viðskiptavina. Vusion hefur þegar innleitt rafrænar verðmerkingar í yfir 35.000 verslunum um allan heim - þar á meðal hjá verslunarrisum eins og  IKEA og Wallmart

Eruð þið tilbúin að taka verslunina á næsta stig? Við höfum tekið saman 7 ástæður þess að stærstu verslunarkeðjur heims velja lausnina frá Vusion.

1. 100% Skýjalausn - Örugg og einföld

Hillumiðalausnin frá Vusion er 100% skýjalausn hýst í Microsoft Azure sem þýðir að engin þörf er á miðlægum búnaði eða að reka sinn eigin netþjón á staðnum. Við lofum 99,9% uppitíma og allar uppfærslur eru í rauntíma sem tryggir að viðhald er öruggara, uppsetning einfaldari og gögnin örugg. Þetta sparar verslunum umtalsverðan kostnað við innleiðingu og rekstur þar sem ekki þarf að setja upp neinn búnað á staðnum og engin þörf er á auka lagnavinnu.  

2. Wi-Fi Sendar - Einfaldleiki og afköst 

Öflugir wi-fi sendar stýra  allt að 10.000 hillumiðum  Í stórum verslunarýmum þarf ekki nema 2-3 Wi-Fi senda til að reka allt kerfið án hnökra. Vusion hillumiðakerfið styður einnig við fjölmörg Wi-Fi kerfi, og því er mögulegt að nýta þá Wi-Fi senda sem þegar eru til staðar í verslunum, frekar en að kaupa nýja.  

3. Bylting í markaðssetningu  

Með því að nýta rafræna hillumiða frá Vusion er hægt að umbreyta því hvernig vörur og þjónusta er markaðssett innan verslunarinnar. Sem dæmi er nú hægt að fá hillumiða í öllu litrófinu eða allt að 50.000 liti. Hingað til hafa aðeins verið 3-4 litir í boði á markaðnum óháð framleiðenda og því opnast möguleikarnir á áhrifaríku og skemmtilegu markaðsstarfi. Árstíðarbundnar vörur, tilboðsdagar og önnur tilefni til verðbreytinga verða leikur einn með rafrænum hillumiðum.  

Til að hámarka athygli á einstaka vörum og vörumerkjum er svo hægt að nýta Vusion Engage hillumiða, en það eru LED skjáir sem hægt er að festa framan á hillur í uppstillingu. Þannig er hægt að birta lifandi myndefni og upplýsingar eins og verð, innihaldslýsingar, skilaboð,  eða umsagnir viðskiptavina, sem eykur gagnsæi og byggir upp traust.

Rannsóknir sýna að með lausnum eins og Vusion Engage má hafa áhrif á skyndikaup á tilteknum vörum og auka sölu um allt að 60%

4. Samkeppnishæf verð

Lausnin frá Vusion eru á mjög samkeppnishæfu verði en á meðal viðskiptavina eru risastórar verslanakeðjur eins og IKEA, Coop, Walmart og Sephora. Við hjá Ofar njótum góðs af því að fyrirtækið stendur á sterkum grunni, hefur háþróaða framleiðslugetu og er leiðandi á markaði á heimsvísu.  

5. Lengri endingartími rafhlöðu 

Auðvelt er að fylgjast með rafhlöðunotkun og rafhlöðuendingu í yfirlitskerfi sem fylgir með lausninni. Hillumiðarnir frá Vusion innihalda sömu rafhlöður og í öllum öðrum hefðbundnum hillumiðum á markaði og er nýja línan auk þess búin nýjustu samskiptatækni á markaðinum sem lengir endingu rafhlöðunar umtalsvert. Allra stærstu miðarnir eru jafnframt fáanlegir með endurhlaðanlegri rafhlöðu þar sem hleðslan endist í um 1,5 ár í senn.  

6. Mikil sérfræðiþekking og ráðgjöf varðandi festingar 

Vusion hannar sínar eigin festingar og rennur sem ganga með öllum helstu hillukerfum í dag. Með Easylock kerfinu er hægt að tryggja að verðmiðarnir haldist á sínum stað og verði ekki fyrir skemmdum. Mikið úrval er einnig í boði fyrir lífstíls- og snyrtivöruverslanir þar sem útlit verslunar skiptir verulega máli. Við hjá Ofar bjóðum upp á fría þarfagreiningu og ráðgjöf á festingum í samráði við kröfur og væntingar um útstillingu og markaðsetningu.   

7. Samþætting við öll helstu fjárhags- og sölukerfi 

Vusion hillumiðakerfið er hægt að samþætta við öll helstu fjárhagskerfi, sölukerfi og netverslanir. Vusion styður einnig við lausnir varðandi tínslu í verslunum, vöruhús, áfyllingar, QR kóða (til dæmis við netverslun) og NFC. 

Taktu verslunina þína skrefi lengra!

Hillumiðalausnin frá Vusion er leiðandi í rafrænum hillumiðum og uppfyllir öll skilyrði um 100% skýjalausn, gagnafutning í rauntíma ásamt því að bjóða upp á fullkomið wifi kerfi. Lausnirnar frá Vusion eru í stöðugri framþróun og fyrirtækið er leiðandi á markaðinum þegar kemur að því að betrumbæta markaðsetningu og verslunarupplifun.

Möguleikarnir eru nánast endalausir við að auka sölu og efla tryggð viðskiptavina með Vusion Engage og rafrænum hillumiðum í öllu litrófinu. Það hefur aldrei verið mikilvægara í harðnandi samkeppnisumhverfi að taka í notkun lausnir sem gerir verslunum kleift að vera skrefi á undan og mæta síbreytilegum kröfum neytenda á smásölumarkaði. 

á bláum 1000x1000

Viltu vita meira?

Sendu okkur skilaboð og fáðu fría ráðgjöf

https://images.prismic.io/verslun/ZpjeBB5LeNNTxQpp_72f96a6b-251e-4d74-9885-74556fdf300c_Opnunartilbo%C3%B0%2B1080x1080%2B-1--1-.avif?auto=format,compress

Höfundur bloggs

Sunna Mist Sigurðardóttir

Lausnastjóri

Deila bloggi