26/03/2025 • Halldór Jón Garðarsson

Leiðandi á markaði fyrir stafrænar myndavélar 22 árið í röð

Canon tilkynnti á dögunum að stafrænar myndavélar fyrirtækisins með skiptanlegum linsum hafi haldið stöðu sinni sem númer 1 á alþjóðlegum markaði 22 ár í röð.

Markaðsleiðandi í stafrænum myndavélum

22 ár af nýsköpun

EOS-línan frá Canon er ljósmyndakerfi sem byggir á grunnhugmyndinni um hraða, þægindi og hágæða ljósmyndir. Canon hefur þróað alla lykilþætti kerfisins, þar á meðal CMOS myndflöguna, DIGIC myndörgjörvann og skiptanlegar linsur.

Gildi nýsköpunar hefur alltaf verið í forgrunni hjá Canon óháð því hvort um sé að ræða háþróaðar myndavélar sem njóta trausts meðal fagfólks eða einfaldari myndavélar fyrir byrjendur. Samhliða hefur Canon kynnt úrval nýstárlegra RF- og EF-linsa sem veita fjölbreytta möguleika til sköpunar.

300D breytti öllu

Frá upphafi 22 ára sögu sinnar hefur EOS línan verið leiðandi á markaðnum. Canon kynnti hina byltingarkenndu EOS 300D í september 2003 þegar stafrænar spegilmyndavélar voru fyrst að koma á markaðinn. Þessi hagkvæma, létta og fyrirferðalitla myndavél átti eftir að breyta leiknum og stuðla að miklum vexti og leiðandi stöðu fyrirtækisins á stafrænum spegilmyndavélamarkaði.

Í krafti góðs árangurs var haldið áfram af krafti að þróa nýstárlegar myndavélar sem leiddi til þess að EOS-1D línan var kynnt til sögunnar fyrir fagfólk og í framhaldinu EOS 5D serían sem ruddi brautina fyrir vídeóupptöku í stafrænum spegil-myndavélum.

Canon EOS R kerfið

Ástríða Canon til að þróa enn betri myndavélar leiddi til EOS R kerfisins sem var sett á markað í október 2018.

EOS R5 var kynnt í júlí 2020 og sló hún t.d. algjörlega í gegn hér á landi á meðal atvinnu- og ástríðuljósmyndara en hún var fyrsta myndavélin með 8K videóupptöku. Svo kom EOS R3 í nóvember 2021, sem bauð upp ofurhraða myndvinnslu og framúrskarandi sjálfvirku fókuskerfi. Þá kynnti Canon EOS VR kerfið í desember 2021 sem gerir kleift að taka upp myndefni fyrir sýndarveruleika.

Árið 2024 tók Canon skrefið enn ofar

Í ágúst 2024 kynnti Canon EOS R5 Mark II sem er full-frame spegillaus myndavél og er hönnuð fyrir skapandi ljósmyndara og kvikmyndagerðarfólk sem vilja hámarksafköst og fjölhæfni í einni myndavél.

EOS R1 kom á markaðinn í nóvember 2024 sem fyrsta flaggskipamódelið í EOS R kerfinu. Myndavélin inniheldur myndvinnslukerfið „Accelerated Capture“ og býður upp á fjölbreytta vídeóupptöku möguleika, sem voru þróaðir í gegnum CINEMA EOS kerfið fyrir hraðvirka greiningu og upptöku

Á linsusviðinu stækkaði Canon úrval sitt í L-línunni með björtum linsum sem henta sérstaklega fyrir kvikmyndagerð. Canon bætti við 15 nýjum RF-linsum, þar á meðal tveimur sem eru hannaðar fyrir 3D VR vídeóupptöku, til að mæta vaxandi eftirspurn eftir kvikmynda- og sjónvarpsgerð sem og 3D myndefni.

Spennandi framtíð

Framvegis mun Canon halda áfram að þróa eigin myndtækni og stuðla að aukinni ánægju og áhuga í daglegu lífi fólks. Fyrirtækið mun einnig stuðla að útbreiðslu ljósmyndunar- og kvikmyndamenningar með því að bjóða uppá vörur, þjónustu og lausnir sem mæta fjölbreyttum þörfum viðskiptavina sinna.

Við horfum Ofar og getum ekki beðið eftir því að kynna fyrir ykkur næstu nýjungar frá Canon.

Kynntu þér Canon

Þú finnur frábært úrval af myndavélum, linsum og aukabúnaði frá Canon í verlsunum Ofar.

https://images.prismic.io/verslun/ZpeiMh5LeNNTxOqM_Zn6-DB5LeNNTwoNK_HalldorJonGardarsson-Canon2.avif?auto=format,compress

Höfundur bloggs

Halldór Jón Garðarsson

Vörustjóri Canon og ýmissa vörumerkja fyrir ljósmyndun og vídeó.

Deila bloggi