22/01/2025 • Halldór Jón Garðarsson

Canon á meðal 10 efstu yfir fjölda einkaleyfa í Bandaríkjunum

Canon á meðal 10 efstu fyrirtækja yfir fjölda einkaleyfa í Bandaríkjunum í 41 ár samfellt og hefur verið í fyrsta sæti meðal japanskra fyrirtækja 20 ár í röð.

Árið 2024 var Canon í níunda sæti yfir fjölda einkaleyfa sem skráð voru hjá bandarísku einkaleyfa- og vörumerkjastofunni (USPTO) og hefur þar með verið í hópi 10 efstu í heiminum í 41 ár samfellt samkvæmt IFI CLAIMS Patent Services bandarísku rannsóknarfyrirtæki á sviði einkaleyfa. Að auki var Canon í fyrsta sæti meðal japanskra fyrirtækja í 20 ár samfellt.

Árið 2024 var Canon í níunda sæti yfir fjölda einkaleyfa sem skráð voru hjá bandarísku einkaleyfa- og vörumerkjastofunni (USPTO). Árið 2024 var Canon í níunda sæti yfir fjölda einkaleyfa sem skráð voru hjá bandarísku einkaleyfa- og vörumerkjastofunni (USPTO).

Canon leggur mikla áherslu á að afla einkaleyfa ekki aðeins í Japan heldur einnig á alþjóðavísu. Fyrirtækið styður einkaleyfaskráningar sem byggja á svæðisbundnum viðskiptastefnum ásamt framþróun í tækni og þróun vöru. Bandaríkin, með mikinn fjölda hátæknifyrirtækja og stóran markað, eru sérstaklega mikilvæg svæði hvað varðar viðskiptaþróun og tæknisamstarf.

Canon imagePROGRAF PRO-2600Canon imagePROGRAF PRO-2600

Canon nýtir hugverkasafn sitt til hins ítrasta til að auka virði fyrirtækisins með því að styðja við þróun stjórnunaraðferða og viðskipta, jafnframt því að skoða ýmsar umhverfisbreytingar til að sjá fyrir framtíðarþróun í samfélags- og efnahagsmálum. Auk þess að leggja áherslu á öflun hugverkaréttinda tengdum kjarnaviðskiptum setur Canon verulegt fjármagn í öflun hugverkaréttinda sem horfa til framtíðar, þar á meðal í fjölbreyttri tækni eins og gervigreind (AI) og IoT, iðnaðarstaðla og umhverfismálum, til að skapa ný viðskiptatækifæri.

Með því að nýta hugverkasafnið sitt vinnur Canon að því að efla viðskiptaþróun sína með því að tryggja bæði núverandi samkeppnisforskot og frelsi til að stunda viðskipti í framtíðinni, auk þess að afla tekna af leyfisveitingum til að mæta þróunarkostnaði.

Canon mun halda áfram hugverkaáætlunum sínum með það markmið að styðja við viðskipti sín, bjóða upp á vörur og þjónustu með auknu virði og leggja sitt af mörkum til betra samfélags.

Kynntu þér Canon hér

Þú finnur frábært úrval af myndavélum, linsum og aukabúnaði frá Canon í netverslun Ofar.

https://images.prismic.io/verslun/ZpeiMh5LeNNTxOqM_Zn6-DB5LeNNTwoNK_HalldorJonGardarsson-Canon2.avif?auto=format,compress

Höfundur bloggs

Halldór Jón Garðarsson

Vörustjóri Canon og ýmissa vörumerkja fyrir ljósmyndun og vídeó.

Deila bloggi