31/10/2024 • Helga Róbertsdóttir
Þarf tölvan þín á dekurdegi að halda?
Það er okkur kappsmál að viðskiptavinir okkar fái hugarró eftir kaup á tölvubúnaði. Því leggjum við okkur fram í að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu eftir að afhendingarferlinu er lokið.
Við höfum upp á svo margt að bjóða, til dæmis framlengda ábyrgð, tækjatryggingar, aukalíf, þjónustuskoðanir, rafhlöðuskipti, ásamt almennri verkstæðisþjónustu fyrir tölvu- og tæknibúnað. Tökum nokkur dæmi um viðbótarþjónustu sem er í boði:
Tilboð í dekur fyrir Lenovo ThinkPad fartölvur
Er gamla Lenovo ThinkPad fartölvan þín orðin aðeins orkulaus? Gæti verið að hún þurfi á góðum dekurdegi að halda í ThinkSpa? Í vetur erum við að bjóða upp á tilboð á rafhlöðuskiptum. Við skiptum út rafhlöðunni, tökum tölvuna í sundur og hreinsum allt ryk úr henni og þrífum. Fartölvan þín verður eins og ný eftir þessa dekurmeðferð.
Sendu okkur skilaboð á hjalpin@origo.is eða í síma 516-1900 til að bóka tíma í dekur.

Þjónustuskoðanir
Við förum yfir tölvuna þína, uppfærum og sjáum til þess að hún virki vel. Við gefum þér góð ráð og látum þig vita ef þarf að fara í frekari viðgerðir á henni.
Lestu meira um viðbótarþjónustu

Lengri ábyrgðir
Uppfærsla á Lenovo ábyrgð hefur þann kost að hún lengir ábyrgðartíma og verndar tölvuna lengur. Almennt er aðeins 1 árs ábyrgð á innri rafhlöðu frá framleiðenda og 2 ára ábyrgð á vélbúnaði. Með aukinni ábyrgð geturðu treyst því að tækið þitt sé varið gegn óvæntum vandamálum í vélbúnaði með tilheyrandi viðgerðarkostnaði.
Búnaður með viðbótarábyrgð fer fram fyrir röðina á verkstæðinu okkar á Köllunarklettsvegi 8. Tæknimaður skoðar og lagar rafhlöðuna eða tækið án endurgjalds. Ef aðstæður leyfa þá reynum við að bjóða upp á lánsbúnað án endurgjalds á meðan viðgerð stendur.
Sendu okkur skilaboð á hjalpin@origo.is eða hafðu samband í síma 516-1900 til að kaupa aukna ábyrgð sem hentar þínum tölvurekstri. Hægt er að kaupa valdar ábyrgðir í netverslun sé hún í boði í kaupferlinu.

Tækjatryggingar
Það er hægt að kaupa tækjatryggingu á völdum vörum í verslunum og þjónustusviði. Tækjatrygging er mun víðtækari en heimilistrygging en tryggingin bætir beint tjón af völdum skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks s.s. bruna- eða vatnstjóns, innbrots og/eða óhapps. Sömuleiðis bætir tryggingin einnig beint tjón af völdum innri bilunar. Tryggingin er ekki með neina eigin áhættu og gildir hvar sem er í heiminum. Ef til tjóns kemur þá mun það ekki hafa áhrif á þau kjör sem þú ert með hjá þínu tryggingafélagi.

Lestu meira um tækjatryggingar
Öflugt verkstæði
Þó Lenovo búnaður sé vel framleiddur með vönduðum íhlutum þá geta flestir hlutir bilað eða lent í áföllum og því skiptir okkur máli hvaða þjónusta er í boði eftir að þú kaupir búnaðinn. Við viljum setja niður skýrar línur um þessa þjónustu þannig okkar viðskiptavinir viti nákvæmlega hverju þeir ganga að og hverju megi við búast.
Verkstæði okkar er staðsett að Köllunarklettsvegi 8, 104 Reykjavík. Þjónustuverið okkar er opið virka daga frá kl. 9 - 17. Síminn hjá okkur er 516-1900 og netfangið verkstaedi@origo.is.
Lestu meira um Lenovo þjónustu
Ekki gleyma rúsínunni í pylsuendanum, Aukalíf
Fyrirtæki geta komið með gömul tæki og fengið inneign hjá okkur í staðinn. Við sjáum síðan um að endurnýja, endurvinna eða farga gamla tækinu á umhverfisvænan hátt.
Við reiknum út virði tækisins og endurnýtum í samstarfi við fyrirtækið Foxway sem sérhæfir sig í endurvinnslu á tækjum með því að gera við þau, nýta nothæfa hluti í varahluti eða farga því sem ekki er hægt að nýta á umhverfisvænan hátt. Yfir 90% allra tækja sem Foxway tekur á móti er hægt að endurnýta.

Höfundur bloggs
Helga Róbertsdóttir
Hópstjóri Verkstæðis
Deila bloggi