15/12/2023

Okkar 10 vinsælustu jólagjafir

Viltu gefa góða upplifun í hörðum pakka? Við höfum tekið saman okkar tíu uppáhalds jólagjafahugmyndir úr verslun Origo.

Gefðu upplifun í hörðum pakka

Það styttist óðfluga í jólin og ef þig vantar enn hugmyndir að gjöfum sem gleðja þá höfum við tekið saman 10 jólagjafahugmyndir sem munu slá í gegn. Val um upplifanir hafa verið vinsælar gjafir undanfarið en hvernig væri að gefa upplifun í hörðum pakka sem nýtist alla daga, allt árið um kring?

Við mælum með endingargóðum tölvubúnaði, heyrnatólum og hátölurum með hágæða hljóði, myndavélum sem fanga augnablikin og mörgu öðru sem þú finnur í verslun og netverslun Origo.

Settu spennu í jólapakkann

Lenovo hóf nýlega sölu á leikjatölvunni Legion GO sem er frábær fyrir spilara á öllum aldri. Hún er með stórum 8.8" björtum og hröðum skjá, Windows 11 stýrikerfi og 16GB LPDDR5X vinnsluminni. Á bakhliðinni er innbyggður standur og einfalt er að fjarlægja stýripinna og spila þannig í mismunandi stellingum.

Gefðu hágæða hljóðupplifun í jólapakkan

Tækninni fleygir fram í hljóðbúnaði og upplifunin verður enn magnaðri. Mikið úrval er af hátölurum, plötuspilurum og heyrnatólum, hvort sem þig eða þínum langar í heyrnatól inn í eyru, á eyrun eða yfir eyrun. Hljóðeinangrun eða dempun (noise cancelling) er orðin betri og í ár kynnti Bose til leiks nýjustu Spatial Audio tæknina í heyrnartólum sem gerir hljóðið mun raunverulegra en áður. Það er nánast eins og og tónlistin sé spiluð beint fyrir framan þig.

Skapaðu sögur með jólapakkan

Að fanga augnablik og segja sögur í gegnum ljósmyndir nærir sköpunargleði ljósmyndarans. Canon og Sony sjá til þess að sögurnar lifna við í sem bestum gæðum.

Auðveldaðu leikinn og vinnuna með réttum búnaði í jólapakkann

Sveigjanlegar, hraðar og kraftmiklar tölvur frá Lenovo og Apple eru endingargóðar jólagjafir sem veita þeim sem þiggja betri upplifun við vinnuna og leikinn.