30/10/2024
Jólagjöf sem slær í gegn
Jólin nálgast óðfluga og flestir byrjaðir að hugsa um jólagjafirnar. Við höfum tekið saman okkar uppáhalds jólagjafahugmyndir frá mörgum af flottustu raftækjaframleiðendum heims.

Fullkomið fyrir leikjaspilarann
Réttur búnaður getur gert gæfumun í tölvuleikjum. Gerðu leikinn enn meira spennandi með græjum frá Lenovo Legion.

Legion Go er einstök leikjavél frá Lenovo sem kemur með Windows 11. Spilaðu hvar og hvenær sem er og fáðu einstaka leikjaupplifun. Kemur með AMD Ryzen Z1 Extreme örgjörva, 16GB hröðu LPDDR5X vinnsluminni og stórum 8.8" björtum og hröðum skjá.

Lenovo Legion K510 Mini Pro USB leikjalyklaborð með útskiptanlegum 100% anti-ghosting mekanískum switch og ábrendum íslenskum stöfum.

Þráðlaus Lenovo Legion leikjamús með RGB LED, nær allt að 16.000 DPI skynjun og með stuðningi við Nvidia Reflex.

Legion R27i er frábær leikjaskjár frá Lenovo. 27" 1920x1080 upplausn, 165Hz tiftíðni fyrir mýkri hreyfingar í leikjum. Innbyggðir hátalarar og upphækkanlegur standur. Allt til staðar fyrir leikjaspilarann
Gefðu hágæða hljóðupplifun í jólapakkann
Gæðin hafa aldrei hljómað eins vel og í ár frá Bose og Sony.

Ný kynslóð af hinum vinsæla Flex hátalara frá Bose. Ýttu á spilun og haltu áfram með Bose SoundLink Flex hátalaranum. Ótrúlega stór, kraftmikill hljómur í afar þægilegri stærð — fullkominn til að deila tónlist og góðum stundum hvar sem er.

WH-CH720N þráðlaus heyrnartól bjóða upp á Noise Cancel, allt að 35 klukkustunda rafhlöðuendingu, hágæða hljóðgæði, kristaltærum símagæðum og úrvali eiginleika til að gera þau auðveldari í notkun.

Bose QC Ultra Headphones eru bestu heyrnartól sem Bose hafa framleitt til þessa. Þau eru endurhönnuð frá grunni með nýrri tegund noise cancellation tækni sem virkar líka á hljóðneman sem gerir þau frábær á opnum vinnustöðum.

Sony LinkBuds Fit eru aðeins 4,8 g að þyngd og veita fullkomin þægindi, með nýstárlegum loftpúða til að tryggja örugga festu, í öllum aðstæðum. Þau eru vatnsheld svo að hvorki sviti né rigning geta haldið aftur af þér
Minningar fangaðar í frábærum gæðum
Vertu viss um að ná að fanga minningarnar í frábærum Canon og Sony gæðum yfir hátíðarnar. Fullkomin gjöf fyrir þá sem elska að skapa.

Hugsaðu enn betur um þínar minningar með Canon EOS R100 sem er ávallt tilbúin til að fanga dýrmæt augnablik lífsins

Sony ZV-E10 er hönnuð fyrir þá sem framleiða sitt eigið video og myndefni. Stór myndflaga framkallar fullkomin myndgæði. Fullkomin myndavél fyrir samfélagsmiðla.

Prentaðu fallegar og endingargóðar ljósmyndir sem endast í allt að 100 ár með þessum notendavæna, hraðvirka og meðfærilega prentara. Þráðlaus snjallsímavirkni með Canon SELPHY Layout appinu þannig að prentun úr alls konar tækjum er hraðvirk og einföld.
Fyrir golfarann
Canon PowerShot GOLF golfjarlægðarmælirinn skilar nákvæmum álestri og er hárnákvæmur golfkíkir með læsingu sem miðar á næsta viðfangsefni/hlut þegar mörg viðfangsefni eru í rammanum.
Passar auðveldlega í vasann á milli högga er vatnsheldur samkvæmt IPX4 stöðlum þegar það rignir.
Golffjarlægðarmælir sem hjálpar þér að bæta golfið þitt þar sem hann fangar 11 megapixla ljósmyndir á einfaldan hátt og tekur upp Full HD vídeó til að skrásetja völlinn sem þú spilar
