10/06/2025 • Einar Örn Birgisson
Maxhub snertiskjár er lykillinn að betri Teams fundum
Á síðasta ári hefur Maxhub slegið í gegn hjá íslenskum fyrirtækjum og fest sig í sessi sem eitt mest spennandi og vaxandi vörumerkið í vöruframboði Ofar.

Maxhub er alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í heildarlausnum í hljóð- og myndtækni fyrir samvinnu og samskipti. Þegar kemur að nútímalegum lausnum fyrir fundarherbergi, fyrirlestra og fjarfundi, þá eru gagnvirkir Teams Rooms snertiskjáir (MTR) frá Maxhub einn af bestu kostunum sem völ er á.
Við höfum tekið saman 6 ástæður fyrir því að Maxhub er meðþetta!
Af hverju Maxhub XBoard MTR?
Maxhub snertiskjáir sameina snjalltæki og samskiptalausn í einum stílhreinum pakka. Með samþættri Microsoft Teams Rooms lausn (MTR), 4K skjá og innbyggðum hljóðnema og myndavél, færðu allt sem þú þarft til að breyta hefðbundnu fundarherbergi í tæknivætt samstarfsrými.

1. Einfaldari uppsetning
Maxhub XBoard MTR er gagnvirkur snertiskjár með innbyggðri Teams Rooms on Windows tölvu og innbyggðum fjarfundabúnaði af öflugustu gerð. XBoard MTR skjárinn er það eina sem þú þarft í fundarherbergið. Hægt er að festa hann á vegginn eða nota hjólastand, svo þarf bara að tengja hann við net og rafmagn og herbergið er tilbúið til notkunar.
2. Einfaldari notkun
Hver kannast ekki við fjarfundi þar sem fyrstu 5-10 mínúturnar fara í að reyna að tengja snúrur og tölvur og fá allt til að virka og mæta svo allt of seint á fundinn. Með Maxhub XBoard MTR er þetta liðin tíð.
Notendaviðmótið á XBoard MTR er Teams Rooms frá Microsoft sem allir geta notað án vandræða og einungis þarf að ýta á einn happ á skjánum og fjarfundurinn er kominn í gang, engar snúrur – ekkert vesen.
Ef þú vilt sýna tölvugögn inn á fundinn geturðu tengst skjánum þráðlaust á einfaldann hátt.
3. Betri myndgæði
Maxhub XBoard MTR er búinn nýjustu tækni í myndavélum og í skjánum eru 3 50 MP myndavélar sem tryggja bestu mögulegu mynd, hvar sem þú situr í herberginu.
Myndavélin sem stýrð er að AI gervigreind býður upp á Group Framing, Speaker Tracking, Multiple-Speaker Tracking og Intelligent Focus þar sem hver fundargestur í herberginu fær sinn ramma í mynd.
4. Betri hljómgæði
Maxhub XBoard MTR er með 16 innbyggða hljóðnema sem draga allt að 15m og nýtir gervigreind til að auka gæði á hljóði.
Noise Reduction: Dregur úr hávaða með hjálp gervigreindar sem tryggir tært hljóð fyrir alla þátttakendur.
Audio Fence: Hljóðgirðing sem skapa sýndarhljóðvegg sem síar út ytri truflanir.
Spatial Sound: Kerfið aðlagast rýminu og tryggir að hljóð á fundinum skili sér í báðar áttir.
5. Fjölhæfni og fjölnotagildi
Maxhub skjáir eru hannaðir til að henta í fjölbreyttum umhverfum. Hvort sem er í fundarherbergjum, fyrirlestrasölum eða við fjarfundi, þá bjóða þeir upp á sveigjanleika sem er nauðsynlegur í dag. Með mörgum tengimöguleikum, innbyggðum hugbúnaði og stuðningi við margmiðlunartækni, geta notendur auðveldlega tengt ýmis tæki og deilt efni á áhrifaríkan hátt.
3 ára ábyrgð
6. Hönnun og ending
Maxhub snertiskjáir eru ekki aðeins tæknilega háþróaðir heldur einnig fagurfræðilega aðlaðandi og endingargóðir. Með sléttri og nútímalegri hönnun passa þeir vel í hvaða umhverfi sem er og eru byggðir til að standast álag daglegs notkunar. Ending þeirra og 3. ára ábyrgð tryggir að fjárfestingin borgi sig margfalt til baka með tímanum.
MAXHUB er meðetta
Það er ljóst að Maxhub snertiskjáir eru frábær lausn fyrir fundarherbergi, fyrirlestra og fjarfundi. Með hágæða skjáupplifun, fjölhæfni, nákvæmri snertitækni og innbyggðum samvinnulausnum, eru þeir hannaðir til að bæta samskipti og samvinnu í öllum aðstæðum.
Við hjá Ofar erum stolt af því að vera endursöluaðili fyrir þessa framúrskarandi skjái og hlökkum til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að nýta alla þeirra möguleika.

Höfundur bloggs
Einar Örn Birgisson
Lausnastjóri Hljóð- og Myndlausna
Deila bloggi