19/07/2024 • Björn Gunnar Birgisson

Nýir örgjörvar með gervigreind

Með tilkomu Copilot og Copilot+ frá Microsoft verða verkefni morgundagsins unnin hraðar, á skilvirkari hátt og með meiri nákvæmni en áður.

Á skömmum tíma hafa áherslur í örgjörvum PC tölva breyst úr gigariðum og kjörnum yfir í áherslu á gervigreindarafköst með NPU (Neural Processing Unit) einingu. Þessir örgjörvar, hannaðir til að takast á við verkefni sem krefjast gervigreindar, munu breyta notkun tölvunnar og hvernig við nálgumst okkar helstu verkefni. Með tilkomu Copilot og Copilot+ frá Microsoft verða verkefni morgundagsins unnin hraðar, á skilvirkari hátt og með meiri nákvæmni en áður. Notendur hafa því meiri tíma til sköpunar og verðmætaaukningar.

Hvað eru NPU-örgjörvar?

NPU örgjörvar eru hannaðir til að auka getu tölva til að keyra gervigreindarverkefni hraðar og skilvirkar en hefðbundnir örgjörvar eða skjákort. Þessir hlutar örgjörvans taka við aukaálaginu sem gervigreindin veldur og framkvæmir aðgerðir hraðar en áður.

Hver eru afköst NPU miðað við aðrar lausnir?

NPU afköst mælast í TOPS (pTOPS/peakTOPS) eða billjónum aðgerða á sekúndu en þessi mælieining er ekki fullkomin en segir töluvert um getu örgjörvans. Fyrstu örgjörvar eru með um 10 TOPS í NPU kjarna og má t.d. nefna nýju Intel Meteor Lake örgjörvana sem kallast Intel Core Ultra. Frá miðju ári 2024 munum við hins vegar sjá örgjörva frá Qualcomm, AMD og Intel sem ná a.m.k. 40 TOPS og verður þróunin nokkuð hröð næstu árin.

Einnig má mæla heildarafköst örgjörva í TOPS og er þá talað um PTOPS og stendur P fyrir platform.

TOPS afköst eru ekki hafin yfir gagnrýni og hafa verkefnin vissulega áhrif á afköst en þetta er ágæt mælieining til þess að átta sig á því hvort búnaður henti verkefnum eða ekki. Stærri verkefni þurfa sérstakar skjástýringar sem nýta þá CUDA tækni með 1000-1500 TOPS (t.d. nVidia RTX4090) og svo fara allra stærstu verkefnin yfir á netþjónaklasa en það er önnur saga.

Hvað gerir Microsoft?

Microsoft er að kynna til leiks uppfærslu á Windows 11 sem styður gervigreind ásamt nýju gervigreindartóli sem heitir Copilot og vinnur með Microsoft 365. Í framhaldi kemur svo út Copilot+ vottun á þær tölvur sem hafa að lágmarki 40 TOPS afköst og styðja því alla eiginleika Copilot frá Microsoft. Kaupendur eiga þvi auðveldara með að velja búnað við hæfi án þess að þekkja örgjörvatækni til hlítar.

Helstu verkefni NPU og Microsoft Copilot

NPU eykur skilvirkni, hraðar vinnslu og sparar orku. Copilot vinnur m.a. í öllum kerfum Office pakkans og sýslar með gögn, setur þau upp, lagfærir, þýðir og breytir þeim ásamt því að svara tölvupóstum og gera fundargerðir. Sannarlega spennandi en jafnframt þarf að stíga mjög varlega til jarðar svo að trúnaðargögn fari ekki á flakk um alnetið. Fyrirtæki þurfa þvi að skipuleggja sig vel og svo má ekki gleyma því hver er svo raunverulegur eigandi gervigreindargagna og uppfinninga en þar ríkir lagaleg óvissa.

Helstu örgjörvaframleiðendur

Intel hefur verið ráðandi á tölvumarkaðnum til fjölda ára og var að kynna til leiks Core Ultra örgjörva sem byggja á framtíðarhönnun Intel. Þeir eru fyrstu örgjörvarnir með NPU kjarna og ná um 10-15 TOPS afköstum. Einnig eru þeir um 15-30% orkusparandi m.v. eldri kynslóð og sýna okkur vel hvert stefnir. Origo lausnir hefur nú uppfært nánast allar ThinkPad fartölvur í nýja línu og í haust kemur Intel svo með nýja kynslóð sem kallast Core Ultra 200 og verður það bylting með 40-120 TOPS afköst. Fyrstu vélar með Ultra 200 verða X1 Carbon.

AMD kemur með örgjörva sem þeir kalla Strix í haust og verður mjög spennandi, afköst um 50 TOPS, meiri orkusparnaður og fjöldi nýjunga sem sýnir að AMD eru ekkert að hætta.

Qualcomm er framleiðandi sem við höfum þekkt úr spjaldtölvum og símum en þeir eru nú að koma með mjög áhugaverða Snapdragon örgjörva sem byggja á ARM tækni og ná yfir 40 TOPS afköstum.  Þeir þurfa nýja útgáfu af Windows 11 sem styður ARM tækni, hafa ótrúlega rafhlöðuendingu og munu hrista vel upp í markaðnum. Origo lausnir hefur nú þegar fengið Lenovo Yoga Slim 7 vélar í sölu með Qualcomm og verður spennandi að fylgjast með fyrstu alvöru skerfum Qualcomm inn á markaðinn. ThinkPad T14s kemur svo með Qualcomm í ágúst.

Það er því nokkuð ljóst að tölvukaupendur fá fullt af valkostum á þessu ári en við erum rétt að byrja, byltingin er hafin og eins gott að taka þátt frá upphafi því að þessi vegferð krefst breytinga, prófana og nýrrar nálgunar.

Kynntu þér Copilot+ PC

Fartölvur með gervigreind í netverslun Origo

Origo lausnir hefur nú þegar fengið Lenovo Yoga Slim 7 vélar í sölu með Qualcomm og verður spennandi að fylgjast með fyrstu alvöru skerfum Qualcomm inn á markaðinn. ThinkPad T14s kemur svo með Qualcomm í ágúst.

https://images.prismic.io/verslun/c6017e5e-b1af-49d1-9a0b-df38b2f11d26_bjorn_gunnar.webp?auto=compress,format

Höfundur bloggs

Björn Gunnar Birgisson

Vörustjóri Lenovo

Deila bloggi