12/11/2025

Bose Bikarinn 14

Búið er að opinbera leikjaplanið í Bose bikarnum 2025-2026 en flautað verður til leiks í byrjun desember.

BOSE bikarinn sem kennir sig við þennan þekkta raftækjaframleiðanda hefur stimplað sig inn sem frábært undirbúningsmót fyrir mörg af stærstu liðunum í Bestu deildinni.

Bose mótið hóf göngu sína sem æfingamót árið 2012. Áður höfðu aðeins tvö félög unnið mótið oftar en einu sinni, KR og Breiðablik. Víkingur bætist við þann lista í á síðasta tímabili þegar þeir unnu mótið í annað skiptið.

Riðlakeppni fer fram í desember og úrslitaleikurinn verður í febrúar/mars.

Sigurvegari BOSE bikarsins fær að launum frábæran BOSE S1 Pro hátalara fyrir félagið sitt.

Leikjaáætlun

Riðill 1

Riðill 2

6.des | KR vs Valur | kl. 13 á Meistaravöllum

6.des | Víkingur vs ÍA | kl. 14 í Víkinni

13.des | Stjarnan vs Valur | kl. 13 á Samsung vellinum

13.des | ÍA vs FH | kl. 11 í Akraneshöllinni

20.des | Stjarnan vs KR | kl. 12 á Samsung vellinum

17.des | Víkingur vs FH | kl. 17 í Víkinni

Fyrir fjórtán árum fékk ég tækifæri til að tengja eitt af mínum uppáhalds vörumerkjum við íslenska knattspyrnu. Í dag höldum við mótið í fjórtánda sinn og það er orðið ómissandi hluti af undirbúningstímabili liðanna.

Ágúst Þór Gylfason

Stofnandi Bose mótsins og vörustjóri hjá Ofar

Bose S1 Pro+ bluetooth hátalari

Vinningur fyrir Bose meistara

Hentar vel fyrir aðstæður með allt að 150 manns og því geggjaður til þess að peppa hópinn fyrir leiki og byggja upp stemmningu. Með allt að 11 klst rafhlöðuendingu.

Deila frétt