02/06/2025

Augnablik á flugi: Myndaveisla

Maímánuðurinn var einstaklega viðburðaríkur hjá Canon. Haldnir voru þrír ljósmyndaviðburðir víðsvegar um landið og góð mæting var á alla viðburðina: Augnablik á flugi, Friðlandið í Flóa og Canon í Kjarnaskógi.

Listin á bakvið fuglaljósmyndun

Canon og Ofar stóðu fyrir þremur ljósmynda- og náttúruviðburðum í maí 2025, þar sem megináhersla var lögð á fuglaljósmyndun. Það varð fullt á alla viðburðina og var þátttakan gríðarlega góð.

Viðburðurinn Augnablik á flugi var haldinn í samstarfi við Fuglavernd og fór fram í Borgartúni 37. Um 100 gestir mættu og nutu bæði fræðslu og innblásturs frá reyndu fuglaljósmyndurunum Jóhanni Óla Hilmarssyni og Miu Surakka. Þau fjölluðu um sínar ljósmyndir, tækni, nálgun og listsköpun í fuglaljósmyndun, auk þess fengu gestir tækifæri til að kynna sér betur fjölbreyttan Canon búnað.

Annar viðburðurinn fór fram í Friðlandinu í Flóa, þar sem þátttakendur fengu einstakt tækifæri til að prófa Canon myndavélar og linsur í náttúrulegu umhverfi. Sérstök áhersla var lögð á fugla- og landslagsljósmyndun, með leiðsögn og ráðgjöf frá Halldóri Jóni Garðarsyni, vörustjóra Canon á Íslandi, Anders Sävås, sérfræðingi frá Canon Nordic, og finnska fuglaljósmyndaranum Miu Surakka. Þátttakendur nýttu tækifærið til að spreyta sig með búnaði frá Canon.

Einnig fór Canon til Akureyrar í Kjarnaskóg, þar sem Canon notendum gafst kostur á að prófa úrval af Canon EOS R ljósmyndabúnaði, m.a. langar aðdráttarlinsur fyrir fuglaljósmyndun, landslagslinsur, marcro linsur o.fl. við náttúrulegar aðstæður. Líkt og á hinum viðburðunum var öll aðstaða nýtt til fulls og áhugi gestanna mikil.

Canon og Ofar þakka öllum fyrir komuna og þátttöku.

Canon og Ofar í samstarfi við Fuglavernd hafa staðið fyrir viðburðinum Augnablik á flugi í hátt í 10 ár. Þetta hefur verið afar vinsæll viðburður sem byggir á því að fuglaljósmyndarar stíga á stokk til að deila með okkur þeirra ljósmyndum og segja sögurnar á bak við þær, fræða okkur um mismunandi tegundir fugla og gefa okkur alls konar ráð við að fanga augnablikið. Við Íslendingar eigum marga magnaða ljósmyndara sem hafa ástríðu af því að fylgjast með og taka ljósmyndir af fuglum og það er virkilega ánægjulegt að hafa náð að skapa flottan vettvang til að koma þeirra ljósmyndun og sögum á framfæri í samstarfi við Fuglavernd.

Halldór Jón Garðarsson

Vörustjóri Canon

Augnablik á flugi

Friðlandið í Flóa

Canon myndaveisla

Við höfum tekið saman fleiri frábærar myndir frá Augnablik á flugi, Friðlandinu í Flóa og Canon í Kjarnaskógi.

Sjón og sögu ríkari :)

Deila frétt