05/05/2025
Canon EOS R5 Mark II valin besta hybrid myndavélin
Canon hlaut þrjú verðlaun hjá TIPA 2025 sem endurspegla velgengni fyrirtækisins í að þróa, hanna og framleiða vörur fyrir ljósmyndara og kvikmyndagerðarfólk.

Stærsti framleiðandi stafrænna myndavéla
Canon hlaut þrjú virt TIPA verðlaun (Technical Image Press Association) á þessu ári. Þessi verðlaun endurspegla velgengni fyrirtækisins í að þróa, hanna og framleiða vörur fyrir ljósmyndara og kvikmyndagerðarfólk en Canon er stærsti framleiðandi stafrænna myndavéla í heiminum og var árið 2024 með 46,5% markaðshlutdeild.
Canon hlaut eftirfarandi verðlaun:
BESTA FULL FRAME HYBRID MYNDAVÉLIN
BESTA WIDE-ANGLE ZOOM LINSAN
BESTI LJÓSMYNDAPRENTARINN FYRIR ATVINNUFÓLK
Canon EOS R5 Mark II
BESTA FULL FRAME HYBRID MYNDAVÉLIN

Canon EOS R5 Mark II er glæsileg uppfærsla á hinni geysivinsælu EOS R5 og er hönnuð fyrir atvinnufólk í ljósmyndun auk þess sem hún hentar einnig fyrir kröfuharða áhugaljósmyndara.
EOS R5 Mark II sameinar kraft DIGIC X örgjörva og háþróað Eye Control AF fyrir ofurnákvæman fókus, jafnvel á hraðskreið viðfangsefni eins og íþróttafólk. Hægt er að taka tilkomumiklar 45MP ljósmyndir á 30 römmum/sek. eða 8K RAW vídeó með silkimjúkri hreyfingu og 14-bita litadýpt. Dual Shooting gerir notendum kleift að taka ljósmynd og vídeó samtímis.
Myndavélin er búin RF linsufestingu, allt að 8.5 stoppa hristivörn og stillanlegum eiginleikum fyrir krefjandi aðstæður. Tengdu þig hratt með Wi-Fi 6E, USB eða Ethernet.
Þetta er myndavél sem skarar fram úr öllum þeim kröfum sem þú gerir til hennar, hvort sem þú ert í dýralífsljósmyndun, fréttaljósmyndun, portrett ljósmyndun, í kvikmyndagerð, að taka viðtöl eða að skjóta heimildamyndir.
RF 16-28mm F2.8 IS STM
BESTA WIDE-ANGLE ZOOM LINSAN

RF 16-28mm F2.8 IS STM býður upp á einstaka samsetningu af afar breiðri 16-28mm brennivídd með hröðu f/2.8 ljósopi allt aðdráttarsviðið, ásamt 5,5 stoppa optískri hristivörn (IS) í léttri og fyrirferðarlítilli smíði.
Linsan er með hágæða optík og hagnýta virkni hraðvirks ljósops. Hún er fullkomin fyrir bæði ljósmyndir og vídeó. Vegna stærðar hentar hún fullkomlega í ferðalög og er tilvalin fyrir ljósmyndara sem vilja fanga landslag, innanhússmyndir og víðmyndir á ferðalögum.
imagePROGRAF PRO-1100:
BESTI LJÓSMYNDAPRENTARINN FYRIR ATVINNUFÓLK

Canon imagePROGRAF Pro-1100 er hágæða þráðlaus bleksprautuprentari, hannaður fyrir ljósmyndara og listafólk. Hann býður upp á breitt litróf og einstaklega mikla nákvæmni í smáatriðum og notar tólf lita LUCIA PRO blekkerfi til að skila af sér prentum í hæsta gæðaflokki. Prentarinn styður allt að 17 tommu breið prentform, sem gerir hann tilvalinn til að prenta stór verk með líflegum litum og djúpum svörtum tónum.
Prentarinn veitir notendavæna og áreiðanlega upplifun með háþróaðri tækni eins og Professional Print & Layout hugbúnaðinum. Hægt er að prenta beint úr símum eða spjaldtölvum. PRO-1100 er þekktur fyrir áreiðanleika, litastöðugleika og langlífi prenta, sem gerir hann að eftirsóttum valkosti fyrir fagfólk.
Deila frétt