14/11/2025

Fundarherbergi án flækju með MAXHUB

Kynntar voru brautryðjandi lausnir sem eru einfaldar í uppsetningu og notkun, á verði sem slær samkeppninni við þrátt fyrir að vera í hæsta gæðaflokki í hljóð- og myndtækni.

Mikkel H. Frederiksen frá MAXHUB

Ofar og MAXHUB héldu nýlega fróðlegan og vel sóttan morgunverðarfund á Grand Hótel Reykjavík. Þar voru kynntar nýjar lausnir fyrir fundarherbergi og fjarfundi, auk vörusýningar og skemmtilegra umræðna við gesti úr atvinnulífinu.

Myndaveisla

0:00

0:00

Maxhub Teams Rooms er hannað til að fjarlægja flækjustigið. Ein lausn, einfaldari fundir og betri upplifun. Það er frábært að sjá hversu vel Maxhub gengur á Íslandi. 

Mikkel H. Frederiksen

framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá MAXHUB í norðurlöndum

Öflugt og ört vaxandi vörumerki hjá Ofar

Einar Örn, lausnastjóri á hljóð- og myndlausnasviði Ofar, bauð gesti velkomna og opnaði viðburðinn en hann er með margra ára reynslu og þekkingu í fundarbúnaði og fjarvinnulausnum frá hágæða vörumerkjum á borð við Neat, Poly og MAXHUB.

MAXHUB er alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í heildarlausnum í hljóð- og myndtækni fyrir samvinnu og samskipti. Á síðasta ári hefur MAXHUB slegið í gegn hjá íslenskum fyrirtækjum og er orðinn einn af 5 stærstu birgjum Ofar á stuttum tíma.

Það er gaman að sjá hversu sterkur áhugi er á MAXHUB. XBar W70 vakti sérstaka athygli fyrir einstök myndgæði og nýstárlega hönnun en þar er á ferðinni fyrsti sambyggði videobar búnaðurinn með Windows 11 tölvu og 200 MP myndavél.

Einar Örn Birgisson

Lausnastjóri, Ofar

Aðal fyrirlesari dagsins – Mikkel H. Frederiksen, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá MAXHUB í norðurlöndum, fór yfir með gestum hvernig hægt er að gera fundarherbergi og fjarfundi einfaldari, skilvirkari og ánægjulegri með MAXHUB Teams Rooms lausnum.

Spennandi lausnir:

  • MAXHUB XBoard snertiskjár: Windows 11 Teams Rooms snertiskjár. Hannaður með áherslu á samvinnu, skýra framsetningu og einfalt notendaviðmót.

  • MAXHUB XBar videobar: Öflug allt-í-einu videobar-lausn sem sameinar hágæða mynd og hljóð fyrir Teams-fundi og aðra fjarfundi.

  • Microsoft Teams Rooms XCore Kit: Sveigjanleg lausn sem einfaldar Teams Rooms uppsetningu í stærri fundarsölum.

Virkilega góð mæting og áhuginn framar vonumVirkilega góð mæting og áhuginn framar vonum

Kynntu þér Maxhub fundarherbergislausnir

Vissir þú að við erum með landsins stærsta teymi sérfræðinga í hljóð- og myndlausnum?

Deila frétt