18/02/2025
Helga Björg nýr mannauðsstjóri Ofar
Helga Björg Hafþórsdóttir hefur verið ráðin sem mannauðsstjóri Ofar en hún mun vera leiðtogi í mannauðsstjórnun og ráðningum fyrir hönd félagsins.

Helga Björg hefur starfað síðustu átta ár hjá Origo, fyrst sem ráðgjafi í mannauðs- og launalausnum og síðar sem starfsmaður á mannauðssviði. Fyrir það starfaði hún hjá Norðurál í 10 ár, lengst af í mannauðsmálum.
Helga kemur til okkar á frábærum tímapunkti í uppbyggingu Ofar. Við erum með um 100 starfsfólk innan okkar raða og því afar mikilvægt að mannauðsmálin séu í föstum skorðum og öruggum höndum. Ég tel okkur vera mjög lánsöm að fá Helgu til liðs við okkur.
Jón Mikael Jónasson
•
Framkvæmdastjóri Ofar.
Ofar styður fyrirtæki, stofnanir, endursöluaðila og einstaklinga með tölvu- og tæknibúnaði frá yfir 150 vörumerkjum á borð við Lenovo, Canon, Bose, Sony og fleirum.
Ofar býður einnig upp á framúrskarandi úrval og þjónustu í hljóð- og myndlausnum, prentlausnum, ásamt lausnum fyrir vöruhús, verslanir, veitingastaði og fleira.
Það er mikill heiður að taka þátt í þeirri flottu vegferð sem fyrirtækið er á. Ég er full tilhlökkunar að takast á við verkefnin sem eru fram undan með því öfluga fólki sem starfar hjá Ofar.
Helga Björg Hafþórsdóttir
•
Mannauðsstjóri Ofar
Deila frétt