12/03/2025

Konur í ljósmyndun 2025

Viðburðurinn Konur í ljósmyndun var haldinn 6. mars í tilefni alþjóðlega baráttudag kvenna. Þar komu fram magnaðar konur og framúrskarandi ljósmyndarar sem héldu fyrirlestur um störf og verk sín.

Canon og Ofar héldu árlega viðburðinn Konur í ljósmyndun þann 6. mars, í tilefni alþjóðlega baráttudag kvenna. Þrír framúrskarandi ljósmyndarar, Elísabet Blöndal, Cat Gundry-Beck og Rán Bjargar, héldu fyrirlestur um störf og verk sín.

Það var fjölmennt á viðburðinn og gríðarlega mikil eftirsókn í ár. Fyrirlesarar voru magnaðar og slógu algjörlega í gegn ásamt Söndru Barilli sem hélt stemmningunni uppi og gerði viðburðinn einstakan.

Canon og Ofar vilja þakka öllum kærlega fyrir komuna á þennan skemmtilega viðburð.

Viðburðurðinn Konur í ljósmyndun er svo sannarlega búinn að festa sig í sessi sem einn af lykil Canon viðburðum ársins enda erum við svo lánsöm að eiga marga framúrskarandi ljósmyndara sem eru tilbúnir að deila sinni reynslu og segja sögur af sinni ljósmyndun,“ segir Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon hjá Ofar.

Halldór Jón Garðarsson

Vörustjóri Canon

Myndir frá viðburðinum:

Margt var um manninn

Sandra Barilli sá um fundarstjórn

Karítas, Regína og Sóldís

Aldís Páls, Styrmir og Heiðdís

Liama og Sandra

Ingibjörg og Ingunn

Bragi Kort  og Kiddi (Kristján)

Ólína, Kristín Vald, Harpa Hrund og Anna Kristín Scheving

Maren, Kristín Ásta og Dagný

Víkingur, Sindri og Justinas

Gestir fylgdust vel með
Hörður Lúðvíksson starfsmaður Ofar var á staðnum til að veita ráðgjöf

Fullt var á viðburðinn

Ljósmyndari

Elísabet Blöndal

Fyrsti fyrirlesarinn var hún Elísabet Blöndal, sjálfstætt starfandi ljósmyndari sem leggur áherslu á viðburðarljósmyndun sem og ljósmyndun fyrir markaðsefni fyrirtækja, bæði í auglýsingar og fyrir almannatengsl. Hún tekur einnig að sér fjölskylduljósmyndun og brúðkaup og þá starfar Elísabet töluvert í tískuljósmyndun, vöruljósmyndun o.fl.

Ljósmyndari

Cat Gundry-Beck

Annar fyrirlesarinn var Cat Gundry-Beck, írskur ljósmyndari sem hefur búið í Reykjavík síðustu sex ár og ferðast víða um heim. Hún sérhæfir sig í að mynda fólk á einstökum og stórbrotnum stöðum og nýtir þá hæfni til að skapa áberandi myndir og myndbönd fyrir vefsíður, auglýsingar og samfélagsmiðla. Stíll hennar sameinar tísku- og landslagsljósmyndun á einstakan hátt, þar sem kyrrlát stemning mætir ævintýralegum og stundum draumkenndum blæ. Auk þess er Cat kennari sem heldur fyrirlestra og vinnustofur fyrir háskóla, samtök og hópa, þar sem hún miðlar þekkingu sinni á skapandi myndrænni tjáningu.

Ljósmyndari

Rán Bjargar

Að lokum kom Rán Bjargar fram, ljósmyndari sem sérhæfir sig í landslags- og ferðaljósmyndun, auk þess að fanga einstök augnablik á bak við tjöldin í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu. Hún er með aðsetur á Íslandi en er alltaf tilbúin að ferðast í leit að einstökum myndefnum. Rán hefur ástríðu fyrir því að fanga kjarna sögusagnar, hvort sem það er í gegnum náttúruna, fólk eða augnablik á tökustað. Myndir hennar einkennast af dramatískum sjónarhornum sem draga fram stærð og fegurð landslagsins, og hún notar dökka og djúpa litatóna.

Ekki missa af!

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista til að vera fyrst/ur til að heyra um næsta viðburð

Fylgdu Ofar á samfélagsmiðlum

Deila frétt