08/03/2024
Konur í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi kvenna
Viðburðurinn Konur í ljósmyndun var haldinn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þar sem framúrskarandi ljósmyndarar héldu fyrirlestur um störf sín og verk.

Canon og Origo héldu alþjóðlegan baráttudag kvenna hátíðlegan eins og síðustu ár með viðburði sínum Konur í Ljósmyndun.
Margt var um manninn enda boðið upp á tvo virkilega áhugaverða og fræðandi fyrirlestra ásamt léttum veigum.
Fyrri fyrirlesarinn var ljósmyndarinn Anna Maggý en hún hefur slegið í gegn síðustu ár og hafa verk hennar meðal annars birst í Vogue Italia, British Vogue og Dazed and Confused. Deildi hún mögnuðum ljósmyndum og listaverkum og sagði sögurnar á bak við þær og frá sinni nálgun.
Eftir hlé steig hin finnska og hæfileikaríka Iiris Sjöblad á stokk en hún er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona og ljósmyndari. Hún starfar sem leikstjóri og kvikmyndatökumaður og hefur tekið og leikstýrt heimildarmyndum og auglýsingum.
Canon og Origo þakkar þeim fjölmörgu sem mættu á þennan skemmtilega viðburð.
Ljósmyndir frá viðburðinum má finna hér:
















Við hjá Origo og Canon erum afar ánægð með þennan viðburð og frábært að sjá hversu margir, bæði áhuga- og atvinnuljósmyndarar lögðu leið sína til okkar til að fylgjast með flottum ljósmyndurum sem eru að gera afar áhugaverða hluti, hvor á sinn hátt.
Halldór Jón Garðarsson
•
Vörustjóri Canon
Canon og Origo þakka þeim sem lögðu leið sína í Borgartún 37 en hér má sjá nokkrar myndir.
Fyrirlesarar kvöldsins
Iiris Sjöblad
SJÁLFSTÆTT STARFANDI KVIKMYNDAGERÐARKONA OG LJÓSMYNDARI
Iiris Sjöblad er sjálfstætt starfandi kvikmyndagerðarkona og ljósmyndari sem býr í Helsinki í Finnlandi. Hún starfar sem leikstjóri og kvikmyndatökumaður og hefur tekið og leikstýrt heimildarmyndum, stuttum skáldskap og auglýsingamyndum. Ljósmyndaverk hennar hafa meðal annars falið í sér portrettmyndir af frægu fólki, blaðamennsku, auglýsingar og persónuleg verkefni með áherslu á þætti náttúrunnar. Iiris hefur starfað fyrir ýmsa stóra viðskiptavini - þar á meðal alþjóðlegu barnahjálparsamtökin Plan International og Helsingin Sanomat, stærsta og þekktasta dagblað Finnlands.

Anna Maggý
SJÁLFSTÆTT STARFANDI LJÓSMYNDARI
Anna Maggý notast aðallega við ljósmyndun við gerð verka sinna en einnig aðra miðla á borð við innsetningar og myndbönd. Lýsa má verkum hennar sem tilfinningalegu landslagi - skráargötum sjónræns töfraraunsæis sem áhorfandinn ber lykil að. Anna Maggý leitast við að flytja boð milli raunveruleika og drauma, umhverfis og ímyndunar, skoða mörk milli ytra yfirborðs og undirmeðvitundar. Ljósmyndir Önnu Maggýjar hafa birst í alþjóðlegum tímaritum eins og Vogue Italia, British Vogue, Dazed and Confused og I-D Magazine.

Deila frétt