24/03/2025

Vusion stingur samkeppnina af

Markaðsleiðandi rafrænir hillumiðar á heimsvísu með óþreytandi rafhlöðuendingu, nýsköpun og gervigreind.

Við erum skýjum ofar með nýjustu fréttir af Vusion Group en samkvæmt Grand View Research hefur Vusion Group (áður SES Imagotag) nú náð yfir 50% markaðshlutdeild á heimsvísu á hinum sívaxandi markaði fyrir rafræna hillumiða. Í öðru sæti kemur Pricer með 17% markaðshlutdeild og DisplayData er í þriðja sæti með 10%.  

Mikill vöxtur og vel heppnaðar innleiðingar

Samkvæmt nýjasta ársreikningi Vusion Group hefur fyrirtækið verið í miklum vexti með 25% tekjuvöxt og 71% aukningu í pöntunum á milli ára.

Fyrirtækið hefur nú jafnframt lokið vel heppnuðum innleiðingum í rafrænum hillumiðum hjá leiðandi verslunarrisum eins og IKEA, Walmart og Best Buy.

IKEA

Verslunarrisinn Ikea hefur innleitt rafræna hillumiða frá Vusion í fleiri en 110 verslunum í Evrópu með það að lykilmarkmiði að stafvæða reksturinn og bæta upplifun viðskiptavina, lækka rekstrarkostnað og styðja við tiltekt á vörum sem pantaðar eru á netinu.

Walmart

Með rafrænum hillumiðum frá Vusion hefur Walmart tekist að einfalda dagleg störf starfsfólks í yfir 4.600 verslunum en jafnframt veitt viðskiptavinum betri verslunarupplifun. Vusion hannaði sérstaka hillumiðalausn fyrir Walmart þar sem engin þörf er á rafhlöðum í miðunum sjálfum heldur sjá rennurnar sem miðarnir festast í um öll samskipti og virkni.

0:00

0:00

Tvær lykilástæður þess að velja Vusion

  • Rafhlöðuending á rafrænum hillumiðum frá Vusion er óþreytandi með nýrri samskiptaflögu sem er í öllum nýjum hillumiðum og er tæknin jafnvel framar en hjá öðrum framleiðendum.

  • Tækni og nýsköpun: Vusion er leiðandi á markaðinum þegar kemur að tækni, nýsköpun og að nýta gervigreind. Lausnirnar eru frábrugðnar öðrum framleiðendum hér á landi þar sem þær byggja á Wi-Fi tækni í stað Infrared tækni sem er á undanhaldi.

Komdu í hóp frábærra viðskiptavina Vusion á Íslandi

Við erum afar stolt af hópi núverandi viðskiptavina Vusion og hlökkum til að bæta fleirum í hópinn.

Rafrænir hillumiðar

Viltu fá ráðgjöf?

Vusion kýs að starfa með Ofar, sem er leiðandi fyrirtæki í sölu og þjónustu á fyrsta flokks tölvu- og tæknibúnaði fyrir fyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Við hjá Ofar sjáum um verkefnastýringu, innleiðingu, ráðgjöf og kennslu ásamt þjónustu eftir að innleiðingu lýkur.

Deila frétt