13/01/2025

Notendalausnir Origo verða Ofar

Origo lausnir ehf., hluti Origo sem hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á notendabúnaði og tæknilausnum, hefur fengið nafnið Ofar.   

Origo lausnir ehf., sá hluti Origo sem hefur sérhæft sig í sölu og þjónustu á notendabúnaði og tæknilausnum, hefur fengið nafnið Ofar.   

Með tilkomu eignarhaldsfélagsins Skyggnis í lok 2024 þá hefur Origo gengið í gegnum endurskipulagningu og er tilkoma Ofar liður í henni. 

Hlutverk Ofar er að styðja við fyrirtæki, stofnanir og endursöluaðila með tölvu- og tæknibúnaði frá yfir 150 heimsþekktum vörumerkjum á borð við Lenovo, Canon, Bose og Sony. Fyrirtækið býður einnig upp á framúrskarandi úrval og þjónustu í hljóð- og myndlausnum, prentlausnum, ásamt tæknilausnum fyrir vöruhús, verslanir, veitingastaði og fleira.

Engar breytingar verða gerðar á nafni eða þeirri starfsemi Origo sem snýr að þróun á hugbúnaði, rekstrarþjónustu og innviðum.  

Áratuga þekking og reynsla okkar starfsfólks er okkar verðmætasta eign. Með nýju vörumerki og nýjum áherslum skapast tækifæri til að skerpa enn betur á hlutverki félagsins, veita því aukna sérstöðu á markaðnum og tryggja viðskiptavinum betri þjónustu á notendabúnaði og tæknilausnum.

Jón Mikael Jónasson

Framkvæmdastjóri

Markið alltaf sett ofar

Ofar byggir á traustum grunni sem má upphaflega rekja til Skrifstofuvéla og IBM á Íslandi fram til ársins 1992 þegar Nýherji varð til. Árið 2018 sameinaðist Nýherji félögunum Applicon og TM Software undir nafni Origo.  

Nafnið Ofar vísar til þeirrar miklu framþróunar sem er til staðar í tækniheiminum og markmiðum fyrirtækisins í þjónustu, vöruframboði og þekkingu. Markið er alltaf sett Ofar. Framtíðarsýn okkar er að vera fyrsta val viðskiptavina þegar kemur að tölvubúnaði, vera leiðandi í að kynna tækninýjungar og veita fyrsta flokks þjónustu.

Jón Mikael Jónasson

Framkvæmdastjóri

Myndband

Líttu Ofar, hér erum við :)

0:00

0:00

Spurt & svarað

Við höfum tekið saman nokkur praktískt atriði um breytingarnar.

Deila frétt