12/02/2025

Ofar á UTmessunni 2025

Við þökkum þeim sem litu við í básinn okkar um helgina þar sem við kynntum framtíðarlausnir sem bæta skrifstofuumhverfið, fundarrýmin og leikjupplifunina.

Ofar bás á UTmessunni 2025

Leiðandi í lausnum fyrir fyrirtæki í öllum geirum 

Ofar lét sig ekki vanta á UTmessuna sem haldin var í Hörpu dagana 7.-8. febrúar. Ofar var í fyrsta skiptið með sinn eigin bás og erum við hæst ánægð með móttökurnar frá öðrum þátttakendum og gestum.

UTmessan er orðinn fastur liður hjá tækniunnendum ár hvert. Þar má skoða og prófa það nýjasta sem er gerast í tölvu- og tækniheiminum. Á föstudeginum kynntum við lausnir sem gera vinnuumhverfið skilvirkara, þægilegra og hámarka afköst starfsfólks. Það var virkilega gaman að hitta samstarfsfólk og viðskiptavini í tæknigeranum og ná góðum samtölum.

Með tölvu- og tæknilausnum frá Ofar er hægt að tryggja að tæknin standi undir væntingum, hvort sem um ræðir fundarherbergi með hátækni fundar- og skjálausnum, öflugan tölvubúnað fyrir starfsfólk eða hágæða hljóðlausnir sem bæta samskipti og upplifun.

Myndaveisla

Leikum okkur með tæknina 

Laugardagurinn var sérstaklega líflegur þegar almenningur fékk tækifæri til að prufa nýjustu leikjatölvuna frá Lenovo Legion og leikjagleraugun sem gjörbreyta leikjaupplifunina.

Fjölmargir gestir fengu að sjá hvernig framúrskarandi leikjaskjár, leikjatölvur og VR lausnir frá Lenovo Legion hjálpar þér að komast ofar á stigatöflunni.

Takk fyrir frábæra UTmessu!

Við viljum þakka öllum sem heimsóttu básinn okkar og gerðu UTmessuna að einstökum viðburði. Ofar er sannarlega á heimavelli á UTmessunni. Nafnið Ofar vísar til þeirrar miklu framþróunar sem er til staðar í tækniheiminum og markmiðum fyrirtækisins í þjónustu, vöruframboði og þekkingu. Framtíðarsýn okkar er að vera fyrsta val fyrirtækja og einstaklinga þegar kemur að tölvubúnaði og tæknilausnum. 

Við hlökkum til að taka þátt að ári og halda áfram að færa þér það allra besta í tölvu- og tæknilausnum. 

Líttu Ofar, hér erum við

Vantar þig ráðgjöf?

Við erum með opið virka daga frá kl. 09:00 - 17:00. Þú getur náð í okkur á netspjallinu , heyrt í okkur í síma 516-1200 eða sent tölvupóst á sala@ofar.is.

Deila frétt