30/06/2025

Ofar tekur við innviðalausnum frá Origo

Helstu samstarfsaðilar eru vörumerkin Lenovo, IBM, Juniper, Fortinet, Nutanix, Cisco og Nvidia.

Með breytingunni þann 1. júlí nk. verður til nýtt svið hjá Ofar sem mun bera nafnið Innviðalausnir. Starfsfólk sviðsins mun sinna ráðgjöf, sölu, uppsetningu og þjónustu á netþjónum, gagnageymslum, netbúnaði, stórtölvum og lausnum fyrir kerfissali. Helstu samstarfsaðilar sviðsins eru vörumerkin Lenovo, IBM, Juniper, Fortinet, Nutanix, Cisco og Nvidia.

Jákvæð breyting fyrir bæði fyrirtæki

Ofar ehf. og Origo ehf. eru bæði í eigu eignarhaldsfélagsins Skyggnis og er breytingunni ætlað að skerpa á hlutverki beggja fyrirtækjanna. 

Sala og þjónusta á vélabúnaði sameinast öll undir einu þaki hjá Ofar og Origo einbeitir sér áfram að því að veita þjónustu í hugbúnaði og rekstrarþjónustu. 

Það eru frábærar fréttir fyrir okkur hjá Ofar að fá starfsemi Innviða Origo til okkar. En sú starfsemi mun styrkja og breikka vöruframboð Ofar ásamt því að efla heildarþjónustu Ofar við markaðinn. Það er okkur mikil ánægja að fá teymi Innviða til okkar og við trúum því að saman getum við skapað kraftmikið og samhent lið sem þjónustar viðskiptavini af metnaði og fagmennsku.

Jón Mikael Jónasson

Framkvæmdastjóri Ofar

Deila frétt