03/09/2024

Prentagram prentþjónusta velur Canon imagePRESS V700 prentvél

Prentagram prentþjónusta sem einnig rekur fyrirtækið Innrammarinn hefur fest kaup á Canon imagePRESS V700 prentvél frá Origo.

Prentagram, í samstarfi við Innrammarann, býður upp á hágæða ljósmyndaprentun þar sem fyrirtækið treystir á Canon imagePROGRAF fine art prentara auk þess að bjóða upp á eftirprentanir og innrömmun.

Með Canon imagePRESS V700 er fyrirtækið nú enn betur í stakk búið til að bjóða sínum viðskiptavinum mun fleiri valkosti þegar kemur að prentun í framúrskarandi gæðum.

Canon imagePRESS V700 prentar 70 eintök á mínútu í A4 lit og skilar 2400 x 2400 prentupplausn. V700 getur prentað á allt að 350 gr. pappír og í 330 x 1300mm stærð sem veitir prentþjónustum mikil tækifæri til að mæta kröfum sinna viðskiptavina um fjölbreytt verkefni, hvort sem það eru umslög, nafnspjöld, þunnhúðaður pappír eða vandaður og þykkur pappír.

Prentagram / Innrammarinn eru staðsett á Rauðarárstíg 41.

Nánari upplýsingar um Canon imagePRESS er hægt að fá með því að senda tölvupóst á canon@origo.is

Á mynd fyrir ofan eru:

Fv. Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon hjá Origo, Pálmi Sigurðsson, tæknimaður prentlausna hjá Origo, Jón Gunnar Jónsson, lausnaráðgjafi prentlausna hjá Origo, Elvar Már Jóhannesson hjá Prentagram/Innrammaranum og Georg Þór Ágústsson hjá Prentagram/Innrammaranum

Deila frétt