06/10/2025

Reynslusaga: Prís valdi Vusion hillumiða

Prís segir frá því hvernig rafrænir hillumiðar frá Vusion voru innleiddir strax við opnun verslunarinnar með góðum árangri.

Prís lágvöruverðsverslun sem opnaði í ágúst 2024, hefur haft það að markmiði frá upphafi að lækka matvöruverð og bæta hag neytenda. Verslunin er rekin af fámennu og einbeittu teymi sem leggur áherslu á einfaldleika, skilvirkni og nýtingu snjallra lausna í daglegum rekstri.

Innleiðing hillumiða hjá Prís

Viðtal við Katrínu Aagestad Gunnarsdóttir

0:00

0:00

Áskorun og innleiðingin

Prís leitaði til Ofar sem sá um ráðgjöf, sölu, innleiðingu og þjónustu á rafrænu hillumiðalausninni frá VusionGroup. Teymi Afgreiðslulausna Ofar leiddi verkefnið í nánu samstarfi við Prís og sá um að lausnin væri tilbúin til notkunar frá fyrsta degi opnunar.

Innleiðing í verslun sem ekki hefur enn verið opnuð er alltaf áskorun, en verkefnið reyndist bæði skemmtilegt og lærdómsríkt. Með mikilli fagmennsku verkefnateymis Prís varð innleiðingin jafn vel heppnuð og raun bar vitni.

Sunna Mist Sigurðardóttir

verkefnastjóri innleiðingarinnar hjá Ofar

Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, sem gengdi lykilhlutverki við innleiðingu hjá Prís, leggur áherslu á að þjónustan hafi ráðið miklu um ákvörðunina. Hún segir að verkefnið hafi verið stórt og krafist þess að lausnin væri bæði einföld í uppsetningu og með áreiðanlegri tengingu frá fyrsta degi. Þjónustan frá Ofar hafi tryggt að allt gekk hratt og vel, með skýrum svörum og leiðsögn í hverju skrefi.

Þrátt fyrir að vera ný í hillumiðabransanum upplifði hún að samstarfið við Ofar hafi gert ferlið mun auðveldara. Með faglegri aðstoð og góðri þjónustu hafi teymið fengið traust og öryggi til að nýta rafrænu hillumiðana til fulls frá fyrsta degi.

Vusion farsímalausn, skannað á staðnumVusion farsímalausn, skannað á staðnum

Nýjungar sem bæta dagleg störf

Prís er fyrsti viðskiptavinurinn á Íslandi til að nýta farsímalausnina daglega. Með appinu geta starfsmenn uppfært verð beint úr símanum inni í versluninni.

Annað sem ég dýrka er Vusion appið sem þú getur hlaðið niður í símann þinn. Ef þú kemur auga á ranga verðmerkingu í versluninni er lítið mál að uppfæra hillumiðann með símanum.

Katrín Aagestad Gunnarsdóttir

Prís með Vusion full colour hillumiðiPrís með Vusion full colour hillumiði

Full Colour hillumiðar og auknir möguleikar

Prís var einnig fyrsta verslunin á Íslandi til að prófa Full Colour hillumiða með endurhlaðanlegri rafhlöðu. Lausnin býður upp á nýja möguleika í markaðsstarfi, til dæmis með því að sýna tilboð dagsins eða draga fram sérstakar vörur með skýrum og litríkum skilaboðum.

Við sjáum ýmsa möguleika opnast með þessari nýjustu lausn Vusion

Hildur Björk Scheving

Markaðsstjóri Prís

Framtíðarsýn með Vusion og Ofar

Prís horfir til frekari útvíkkunar með nýjum verslunum og hefur fengið mjög jákvæða reynslu af Vusion hillumiðunum í þeirri fyrstu. Með samstarfi við Ofar hefur Prís getað nýtt lausnina á skilvirkan hátt – þannig að bæði starfsfólk og viðskiptavinir upplifi einfaldara, hagkvæmara og notendavænna verslunarumhverfi.

VusionGroup eru leiðandi á heimsvísu í rafrænum hillumiðum og stafrænum lausnum fyrir verslanir. Lausnir þeirra sameina hagkvæmni, langa rafhlöðuendingu, einfalda uppsetningu og tækninýjungar sem tryggja áreiðanleika og langan líftíma búnaðarins.

Prís velur Vusion rafræna hillumiða

Ráðgjöf

Gæti lausnin hentað þér?

Fylltu út formið hér og við höfum samband

Deila frétt