28/04/2025

Sony fagnar fjórum verðlaunum á TIPA 2025

Sony tilkynnir með stolti að fyrirtækið hafi hlotið fjögur virt TIPA-verðlaun á þessu ári fyrir framúrskarandi frammistöðu og nýsköpun á sviði ljósmyndunar og kvikmyndunar.

Framúrskarandi frammistaða og nýsköpun

Sony tilkynnir með stolti að fyrirtækið hefur hlotið fjögur virt TIPA-verðlaun (Technical Image Press Association) á þessu ári fyrir framúrskarandi frammistöðu og nýsköpun á sviði ljósmyndunar og kvikmyndunar. Verðlaunin endurspegla leiðandi stöðu Sony í stafrænum myndavélabúnaði og linsum.

Verðlaun sem Sony hlaut á árinu eru eftirfarandi:

  • BESTA FULL-FRAME FAGMYNDAVÉLIN

  • BESTA STAÐLAÐA ZOOM-LINSAN

  • BESTA AÐDRÁTTARLINSAN FYRIR ÁHUGALJÓSMYNDARA

  • BESTA PORTRETT LINSAS

Við erum þakklát fyrir viðurkenninguna frá TIPA og lítum áfram til þess að veita ljósmyndurum og kvikmyndagerðarfólki bestu mögulegu verkfærin til að skapa list og segja sögur á áhrifaríkan hátt.

Sony Alpha 1 II

BESTA FULL-FRAME FAGMYNDAVÉLIN

Sony Alpha 1 Mark II sameinar hágæða mynd- og myndbandstækni með háþróaðri gervigreind, sem meðal annars felur í sér nýja „pre-capture“ eiginleika. Með háupplausn, nákvæmri og hraðvirkri fókusstillingu, endurbættri 8K upptöku og sterkbyggðri hönnun, er þessi vél fullkomin fyrir fagfólk í atvinnuljósmyndun og kvikmyndagerð.

Skoða myndavél

Sony FE 28-70mm F2 GM

BESTA STAÐLAÐA ZOOM-LINSAN

Þessi linsa ER með stöðugT f/2 ljósop OG er sniðin að fjölbreyttum aðstæðum - frá landslagi til portretta. Hún býður upp á frábæra skerpu, fallega bakgrunnsóskýringu og öflugt sjálfvirkt fókuskerfi, auk þess að vera ryk- og vatnsþolin.

Skoða linsu

Sony FE 400-800mm F6.3-8 G OSS

BESTA AÐDRÁTTARLINSAN FYRIR ÁHUGALJÓSMYNDARA

Með langri brennivídd og möguleika á að ná allt að 1600mm með fjarlengjendum, er þessi létta en öfluga linsa draumur dýraljósmyndara. Hönnuð með hraða, nákvæmni og endingarmikið ytra byrði í huga. Hún er einnig með 11 blaða hringlaga ljósopi sem skapar mjúka og fallega bakgrunnsóskýringu.

Skoða linsu

Sony FE 85mm F1.4 GM II

BESTA PORTRETT LINSAS

Þessi létta og hraðvirka G Master linsa býður upp á silkimjúka bokeh-áferð, hraðvirkt og hljóðlátt fókuskerfi og frábæra getu bæði í kyrrmyndum og myndbandi. Hún er sérstaklega hönnuð með faglega kvikmyndagerð í huga og heldur fókusbreytingum í lágmarki.

Skoða linsu

Deila frétt