25/09/2025
Takk Windows 10 en nú er komið að leiðarlokum
Stuðningi við Windows 10 verður hætt þann 14. október 2025. Hver er staðan á þínum tölvubúnaði og hvað er til ráða?

Hvað þýðir þetta?
Windows 10 hefur verið dyggur þjónn í áratug en nú er komið að leiðarlokum.
Það verða engar fríar öryggisuppfærslur frá Microsoft
Það verður engin tæknileg aðstoð frá Microsoft
Það koma engar nýjungar eða almennar uppfærslur frá Microsoft
Það verður enginn stuðningur við nýjungar eins og WIFI7, Bluetooth 5.4, AI kjarna, Copilot og næstu kynslóð örgjörva frá Microsoft
Hvað þarf ég að gera?
Fyrirtæki þurfa að fara yfir allan tölvubúnað og meta ástand hans. Það er ógrynni af "týndum“ vélum sem stýra verkefnum eins og stimpilklukkum eða aðgangsstýringum sem þarf að fara yfir og endurnýja. Stundum þarf að prófa samhæfni við eldri forrit sem tekur einhvern tíma. Vegna mikillar eftirspurnar þarf að hafa hraðar hendur þar sem tíminn er orðinn knappur.

Hvaða valkostir eru í stöðunni?
Uppfæra í Windows 11
Flestar tölvur sem eru 6 ára og yngri geta almennt uppfært í Windows 11. Það er samt ekki víst að það sé fyrirhafnarinnar virði að uppfæra því að 6 ár er langur tími í tölvuheiminum.
Nota áfram Windows 10
Það er freistandi að halda áfram að nota Windows 10 en því fylgir veruleg áhætta og við mælum alls ekki með því. Það er líklegt að óprúttnir aðilar nýti sér strax þekkta öryggisgalla sem verða ekki lagfærðir af Microsoft.
Kaupa uppfærslur
Microsoft býður upp á að kaupa Extended Security Updates (ESU) í allt að þrjú ár fyrir Pro og Enterprise (fyrirtæki).
Kaupa nýja tölvu
Ef núverandi tölva þín er nokkurra ára og uppfyllir ekki kröfur Windows 11 gæti verið kominn tími til að kaupa nýja tölvu sem er sérstaklega hönnuð til að nýta sér nýjustu útgáfu stýrikerfsins. Auk þess er nýja tölvan hraðvirkari, í fullri ábyrgð og með lægri bilanatíðni sem getur borgað sig hratt.

Þarftu aðstoð við að endurnýja tölvubúnaðinn?
Við erum hér fyrir þig og getum veitt þér ráðgjöf um búnað sem henta þínum þörfum. Við getum gefið þér góða ráðgjöf við kaup, uppsetningu, yfirfærslu gagna, tengingar við skýjaþjónustur og annað sem eykur framleiðni á augabragði.
Deila frétt