Hvaða þjónusta er í boði eftir að þú kaupir Lenovo tölvu?

Þó Lenovo búnaður sé vel framleiddur með vönduðum íhlutum þá geta flestir hlutir bilað eða lent í áföllum og því skiptir okkur máli hvaða þjónusta er í boði efir að þú kaupir búnaðinn. Við viljum setja niður skýrar línur um þessa þjónustu þannig okkar viðskiptavinir viti nákvæmlega hverju þeir ganga að og hverju megi við búast.

Ábyrgðaviðgerðir

Ef svo leiðinlega vill til að búnaðurinn þinn er ekki að virka sem skildi og hann hefur ekki orðið fyrir tjóni eða öðrum áföllum er best að koma með hann á verkstæði okkar við fyrsta tækifæri. Hér koma upplýsingar um hvers megi vænta og hvernig þú getur náð í okkur.

Þjónustumöguleikar í boði:

  • Spurt og svarað

  • Stofna viðgerðarbeiðni og mæta með búnaðinn á verkstæði

  • Mæta beint með búnaðinn á verkstæðið okkar á Köllunarklettsvegi 8

  • Kaupa fjarþjónustu gegnum síma og fá fjartenginu ef hægt er að leysa málið þannig

  • Kaupa útkallsþjónustu og fá tæknimann á staðinn

Nánari upplýsingar um hvern þjónustumöguleika

Spurt og svarað

Upp geta komið vandamál í tengslum við samspil þeirra margra þátta og forrita sem fólk notar daglega í tölvunni sem einfalt getur verið að leysa úr með réttum upplýsingum. Komi slík mál upp eru útbúnar einfaldar leiðbeiningar og þær settar inn í Spurt og svarað bankann okkar hér. Þetta er alltaf góður staður til að byrja að leita að lausn ásamt stuttri leit á Google.

Stofna viðgerðarbeiðni og mæta á verkstæðið okkar

Tilkynningar um hugsanlegan galla er hægt að senda með tölvupósti á verkstaedi@ofar.is eða fylla út ósk um verkbeiðni á heimasíðu okkar. Þjónustuver okkar vinnur úr öllum tilkynningum og sendir ýmist lausn til baka eða númer á viðgerðarbeiðni þannig hægt sé að koma með tölvuna beint á verkstæði okkar á Köllunarklettsvegi 8.

Ferli ábyrgðarviðgerðar

Almennur biðtími er alla jafna um 3-5 virkir dagar en einnig er hægt að kaupa forgangsþjónustu ef mikið liggur við. Búnaður sem kemur á verkstæði innan við viku frá kaupum fær fyrsta forgang frítt og verður næsta verk á borð tæknimanns. Búnaður sem kemur inn á verkstæðið innan 30 daga frá kaupum fer í forgang nr.2 og er kominn á borð tæknimanns innan næsta virka dags.

Ef ekki er um galla í hugbúnaði eða tölvubúnaði að ræða þá fellur á verkið þjónustugjald samkvæmt gjaldskrá óháð því hvort búnaður sé í ábyrgð eða ekki. Það getur verið til dæmis vegna stilling á hugbúnaði, vandamála vegna uppfærslna, annað hugbúnaðartengt eða vegna tjóns og áverka. . Því er alltaf gott að byrja smá bilanagreiningu sjálft sé það mögulegt. 

Með síbreytilegu vöruúrvali og framþróun á búnaði er erfitt að sjá fyrir hvaða varahluti er þörf á í framtíðinni og eru þeir því oftast pantaðir jafnóðum eftir þörfum. Afgreiðslutími Lenovo á varahlutum til Íslands er um 3-4 virkir dagar og því er biðin ekki löng sé varahluturinn ekki til á lager. 

Ferli fyrir búnað í ábyrgð
  • Hugsanleg bilun er tilkynnt og verkbeiðni stofnuð

  • Búnaður kemur á verkstæðið og fer í greiningu innan 3-5 virkra daga

  • Sé þörf á varahlut sem ekki er til á lager er hann pantaður, tekur um 3-4 virka daga

  • Búnaður prófaður eftir viðgerð og útskrifaður

Ferli fyrir tjón og viðgerðir utan ábyrgðar

Almennur biðtími er alla jafna um 3-5 virkir dagar. Forgangsþjónustur eru einnig í boði gegn gjaldi samkvæmt verðskrá ef mikið liggur við. Þjónustugjald leggst á öll verk utan ábyrgðar, innifalið í því er skoðun á búnaði og upplýsingar um næstu mögulegu skref.

Kostnaðaráætlun í viðgerð er lögð til samþykktar áður en frekari viðgerð hefst. Hægt er að fá tjónaskýrslu fyrir tryggingafélag gegn gjald ef um tjón er að ræða. Aðgengi að varahlutum getur verið misjafn eftir búnaði og aldri. Upplýsingar um áætlaðan biðtíma er gefinn upp um leið og hann er ljós hverju sinni.

  • Búnaður kemur inn í skoðun/bilanagreiningu

  • Kostnaðarmat er framkvæmt sé þörf á frekari viðgerð

  • Varahlutir pantaðir eftir samþykkt kostnaðarmats

  • Viðgerð framkvæmd og búnaður útskrifaður

Ferli fyrir fjarþjónustu og útkallsþjónustu

Biðtími er um 1-2 virkir dagar. Sé þörf á meiri tíma eða pöntun á varahlutum er greitt fyrir það samkvæmt gjaldskrá.

Fjarþjónusta er framkvæmd gegn gjaldi og felur í sér allt að 30 mínútna tæknilega aðstoð gegnum síma og fjartenginu við tölvuna þína þar sem reynt er að leysa, leiðbeina eða aðstoða við stillingar eða úrlausn einfaldari atriða. Vandamálin eru misjöfn og ekki alltaf hægt að leysa úr þeim með fjarþjónustu. Telji tæknimaður svo ekki vera, vísar hann verkinu áfram á viðeigandi þjónustuleið í samráði við viðskiptavin.

Útkallsþjónusta er framkvæmd gegn gjaldi og inniheldur allt að 2 klukkustunda tæknilega aðstoð á vinnustöð viðskiptavinar þar sem reynt er að leysa, leiðbeina, aðstoða eða gera við búnað. Ef ekki næst að leysa úr vandamálivísar tæknimaður verkinu áfram á viðeigandi þjónustuleið í samráði við viðskiptavin. Útkallsþjónusta er ekki innifalinn í ábyrgð.

Senda þjónustubeiðni