1. Almenn ráðgjöf og þjónusta

2. Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga

3. Rent a Prent (RAP)

4. Miðjan afhendingarkerfi

5. Ráðgjafaþjónusta vegna gagnagrunna

Vinnslulýsingar

Hér að neðan má finna lista yfir þær vinnslur persónuupplýsinga sem Ofar ehf kann að hafa með höndum í tengslum við hverja og eina þjónustu sem Ofar ehf kann að veita viðskiptavinum.

Athuga skal að hér er um að ræða lýsingu á öllum helstu þjónustum Ofar ehf („vinnsluaðila“) og því eiga ekki allar lýsingar við um hvern viðskiptavin („ábyrgðaraðila“), heldur aðeins lýsingar á þeim þjónustum sem ábyrgðaraðili kaupir af vinnsluaðila hverju sinni.

Eðli og tilgangur vinnslu ræðst af þjónustulýsingu í þjónustusamningi/um sem aðilar hafa gert sín á milli. Oftast er ýmist um að ræða vinnslu sem felst í hýsingu vinnsluaðila á persónuupplýsingum ábyrgðaraðila og/eða mögulegum aðgangi vinnsluaðila að persónuupplýsingum ábyrgðaraðila í tengslum við þá tæknilegu aðstoð sem vinnsluaðili veitir ábyrgðaraðila.

Fyrir hverja vinnslulýsingu hér að neðan má finna upplýsingar um flokka persónuupplýsinga, flokka skráðra einstaklinga, undirvinnsluaðila og upplýsingar um hvort miðlun persónuupplýsinga utan EES eigi sér stað, í tengslum við hverja og eina þjónustu vinnsluaðila.

1. Almenn ráðgjöf og þjónusta

1.1. Tilgangur og eðli vinnslu

Ofar ehf veitir fagþjónustu og sölu á sviði upplýsingatækni og búnaðar við ráðgjöf, kerfishönnun, uppsetningarvinnu á búnaði, uppsetningu eða breytingar á hugbúnaði (K8), viðhald búnaðar og annað sem tilgreint er í samningi við þjónustukaupa. Þjónustan kann að vera í stöðluðu formi eða aðlöguð að aðstæðum hverju sinni.

Til þess að geta veitt þjónustuna kann Ofar ehf að þurfa aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum þjónustukaupa.

1.2. Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga

Þær persónuupplýsingar sem Ofar ehf kann að fá aðgang að geta verið ólíkar eftir eðli starfsemi þjónustukaupa og þeirrar þjónustu sem Ofar ehf veitir þjónustukaupa hverju sinni. Ofar ehf er óheimilt að vinna með persónuupplýsingar án fyrirmæla þjónustukaupa.

1.3. Undirvinnsluaðilar

Origo ehf., kt:450723-1690, Borgartúni 37, 105 Reykjavík.

Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.

Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hafa Origo ehf / Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.

Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.

1.4. Miðlun upplýsinga utan EES

Engin miðlun utan EES á sér stað.

2. Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga

2.1 Tilgangur og eðli vinnslu

Ofar ehf (vinnsluaðili) sér um umsýslu á tölvum og snjalltækjum þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) á verkstæði. Sé þess óskað, getur vinnsluaðili tekið yfir tölvubúnað notenda í tengslum við: uppsetningu búnaðar, aðstoð eða lausn vandamála hjá notendum tækja í ráðgjöf/umsjá.

2.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga

Vinnsla persónuupplýsinga nær yfir persónuupplýsingar á tækjum og heimasvæði notenda:

Notendur ábyrgðaraðila:

  • Nafn og notendanafn

  • Símanúmer

  • Netfang

  • IP tölur

Við yfirtöku tækja notenda vegna aðstoðar:

Allar persónuupplýsingar á tæki notanda

2.3 Undirvinnsluaðilar

Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.

  • Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.

  • Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.

2.4 Miðlun upplýsinga utan EES

Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað

3. Rent a Prent (RAP)

3.1 Tilgangur og eðli vinnslu

Ofar ehf (vinnsluaðili) veitir þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) prentþjónustu. Til að geta sett upp og rekið þá þjónustu fyrir hönd ábyrgðaraðila hefur vinnsluaðili aðgang að hugbúnaði prentþjónustu og rekstrarumhverfi prentþjóna.

3.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga

Þær upplýsingar og flokkar skráðra einstaklinga sem unnið er með eru þær sem er að finna á prentþjónum og í tengdum hugbúnaði.

RAP notendur ábyrgðaraðila:

  • Nafn

  • Símanúmer

  • Notendanafn

  • Lykilorð við stofnun aðganga

  • Netföng

  • Titill, deild, staða

  • Kennitala

  • Heimilisföng

  • Prentsaga notenda

Gögn sem geta varðað hvaða flokk einstaklings sem er:

  • Við skýrsluúttekt um prentsögu notenda er lítill hluti þess texta sem finna má i skjölum sýnilegur sem getur innihaldið persónuupplýsingar úr öllum flokkum.

3.3 Undirvinnsluaðilar

Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.

  • Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.

  • Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.

3.4 Miðlun upplýsinga utan EES

Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað

4. Miðjan afhendingarkerfi

4.1 Tilgangur og eðli vinnslu

Ofar ehf  (vinnsluaðili) kann að hafa aðgang að upplýsingum í kerfinu í tengslum við þjónustu og tæknilega aðstoð sem veitt er þjónustukaupa (ábyrgðaraðila).

4.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga

Unnið er með þær persónuupplýsingar sem ábyrgðaraðili setur inn í kerfið. Þær upplýsingar sem einkum koma til greina eru eftirfarandi upplýsingar, eftir því sem við á:

Starfsmenn ábyrgðaraðila og/eða verktakar ábyrgðaraðila:

  • Samskiptaupplýsingar

  • IP tölur

  • Upplýsingar um vörur og viðskipti

Viðskiptavinir ábyrgðaraðila (Neytendur/endanotendur og tengiliðir/fulltrúar lögaðila):

  • Samskiptaupplýsingar, þ.e. upplýsingar um nafn, símanúmer og netfang 

  • Upplýsingar um vörur og viðskipti

  • Upplýsingar um hvenær viðskiptavini berast áminningar (SMS) um að vara sé í snjallboxi

  • Upplýsingar um hvenær vara er sett inn í snjallbox og hvenær hún er sótt í snjallbox

  • Upplýsingar um hámarkstíma vöru í snjallboxi

4.3 Undirvinnsluaðilar

Origo ehf., kt. 450723-1690, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.

  • Hýsing á kerfinu auk þess sem vinnsluaðili kann að hafa aðgang að upplýsingum í kerfinu í tengslum við þjónustu og tæknilega aðstoð sem veitt er þjónustukaupa (ábyrgðaraðila). Hýsing og aðgangur Origo ehf nær til allra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.

Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105. Reykjavík.

  • Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.

  • Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.

5. Ráðgjafaþjónusta vegna gagnagrunna

5.1 Tilgangur og eðli vinnslu

Ofar ehf (vinnsluaðili) hefur aðgang að gagnagrunnum þjónustukaupa (ábyrgðaraðila) til að aðstoða við rekstur á þjónustunni/hugbúnaði og hefur í því skyni aðgang að gagnagrunnum ábyrgðaraðila.

5.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga

Upplýsingar á gagnagrunnum ábyrgðaraðila geta varðað alla flokka skráðra einstaklinga og persónuupplýsinga sem ábyrgðaraðili velur að vista á sínum gagnagrunnum.

5.3 Undirvinnsluaðilar

Engir undirvinnsluaðilar

5.4 Miðlun upplýsinga utan EES

Engin miðlun upplýsinga utan EES á sér stað