20. JANÚAR 2025
Almenn umsókn hjá Ofar 2025
Umsóknarfrestur
31. desember 2025
Við hjá Ofar erum reglulega að leita að hressu og hæfileikaríku starfsfólki í fjölbreytt störf. Við leitum að fólki sem hefur brennandi áhuga á tækni og áhuga á að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina okkar.
Hlutverk Ofar er að styðja við fyrirtæki, stofnanir og endursöluaðila með tölvu- og tæknibúnaði frá yfir 150 heimsþekktum vörumerkjum á borð við Lenovo, Canon, Bose og Sony. Fyrirtækið býður einnig upp á framúrskarandi úrval og þjónustu í hljóð- og myndlausnum, prentlausnum, ásamt tæknilausnum fyrir vöruhús, verslanir, veitingastaði og fleira. Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að læra meira um vinnustaðinn. Athugið að almenn umsókn kemur ekki í staðinn fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda í 6 mánuði og er þeim ekki svarað sérstaklega.