6. MAÍ 2025

Útkeyrsla og lager

Umsóknarfrestur

18. maí 2025

Fullt Starf

Ofar leitar að öflugum einstakling til að sinna útkeyrslu og skemmtilegum verkefnum á lagernum okkar sem er staðsettur á Köllunarklettsvegi 8. Við erum að leita að aðila sem hefur metnað til að fara fram úr væntingum viðskiptavina.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Útkeyrsla

  • Móttaka, tiltekt og afhending á vörum

  • Skráning

  • Önnur hefðbundin lagerstörf

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Bílpróf

  • Jákvæðni og framúrskarandi þjónustulund

  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

  • Góð tölvufærni

  • Lyftarapróf er kostur

  • Meirapróf er kostur

  • Reynsla af útkeyrslu og lagerstörfum æskileg

Vinnutími er frá kl 08:00-17:00 alla virka daga. Óskum eftir aðila sem getur byrjað sem fyrst.

Hlutverk Ofar er að styðja við fyrirtæki, stofnanir og endursöluaðila með tölvu- og tæknibúnaði frá yfir 150 heimsþekktum vörumerkjum á borð við Lenovo, Canon, Bose og Sony. Fyrirtækið býður einnig upp á framúrskarandi úrval og þjónustu í hljóð- og myndlausnum, prentlausnum, ásamt tæknilausnum fyrir vöruhús, verslanir, veitingastaði og fleira. Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að læra meira um vinnustaðinn. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí nk. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Deila starfi