Stjórn Ofar

Stjórn Ofar ehf. samanstendur af þremur stjórnarmönnum sem kjörnir eru árlega á hluthafafundi. Í stjórn sitja tveir karlar og ein kona og uppfyllir félagið því ákvæði laga um hlutafélög um kynjahlutföll stjórnar sem tóku gildi 1. september 2013.

Myndskreyting

Stjórn Ofar

Jón Björnsson

Stjórnarformaður Ofar

Jón hefur verið forstjóri Veritas síðan 2024. Jón gegndi starfi forstjóra Origo frá árinu 2020 - 2024 og leiddi upplýsingatæknifyrirtækið m.a. í gegnum Tempo-söluna og afskráningu félagsins úr Kauphöllinni. Hann hefur áður gegnt forstjórastarfi bæði hjá Festi og Krónunni, Orf Líftækni, Magasin du Nord og Högum. Jón situr m.a. í stjórnum Boozt.com og Dropp.

Karítas Sigurðardóttir

Stjórnarmaður Ofar

Karítas starfar sem forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Origo og hefur víðtæka reynslu af fjármálum fyrirtækja. Áður en hún hóf störf hjá Origo starfaði hún sem fjármálastjóri Algalífs, í hagdeild Sýnar og þar áður hjá Ernst & Young. Karítas er stjórnarformaður Moodup ehf. Hún er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá sama skóla.

Árni Jón Pálsson

Stjórnarmaður Ofar

Árni Jón starfar sem fjárfestingastjóri hjá Alfa Framtak. Árni hefur starfað í tíu ár á fjármálamarkaði og vann m.a. í fyrirtækjaráðgjöf Icora Partners, þar sem hann vann að verkefnum á sviði fjármögnunar, endurskipulagningar og kaupum og sölu fyrirtækja. Árni hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum, þar á meðal hjá Heimavöllum og sem stjórnarformaður Borgarplasts og Málmsteypu Þorgríms Jónssonar. Áður starfaði hann hjá Arctica Finance og þar á undan hjá Landsbankanum. Árni er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Stjórnarhættir

Stjórn félagsins fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, OMX Kauphöll Íslands og Samtökum atvinnulífsins, nýjasta útgáfan dagsett 2. febrúar 2021.

Markmið leiðbeininganna eru m.a. að:

  • Stuðla að góðum stjórnarháttum fyrirtækja á Íslandi.

  • Auðvelda stjórnarmönnum og stjórnendum fyrirtækja að rækja skyldur sínar og auðvelda þeim þannig að stuðla að vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja, sem þeim er trúað fyrir að stjórna.

  • Auka traust á fyrirtækjum og atvinnurekstri almennt.

  • Efla traust milli fjárfesta og stjórnenda.

  • Auka samkeppnishæfni íslensks viðskiptalífs með því að færa stjórnarhætti íslenskra fyrirtækja í stórum dráttum til sama horfs og í nágrannalöndum okkar.

  • Auðvelda fjárfestum að gera sér grein fyrir þeim stjórnar-háttum sem tíðkast hérlendis þegar þeir meta fjárfestingarkosti sína.

  • Auðvelda aðgang innlendra fyrirtækja að fjármagni hérlendis og erlendis.