Við setjum markið Ofar
Framkvæmdastjórn Ofar
Birgitta Bjarnadóttir
Forstöðumaður Rekstrarsviðs
Birgitta Bjarnadóttir hóf störf hjá Origo árið 2023 þar sem hún hefur sinnt stefnumótun, stýrt umbótaverkefnum, þróun og innleiðingu ferla ásamt yfirumsjón á rekstrartengdum verkefnum. Áður hafði Birgitta starfað á heildsölumarkaði í yfir 20 ár, en síðustu sjö árin áður en hún hóf störf hjá Origo gegndi hún stöðu rekstrarstjóra hjá Danól og Ölgerðinni. Birgitta er með MBM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, MicroMaster gráðu í Supply Chain Management (Stjórnun aðfangakeðjunnar) frá MIT í Bandaríkjunum
Ísleifur Örn Guðmundsson
Forstöðumaður Viðskiptaþróunar
Ísleifur Örn Guðmundsson hóf störf hjá Ofar Janúar 2025 og áður hafði hann starfað sem Sölustjóri Hugbúnaðarlausna Origo í 3 ár, þar vann hann að stöðugum vexti í sölu og markaðsókn og samræmingu milli sviða. Áður var Ísleifur framkvæmdarstjóri innflutningsfyrirtækisins Habitus og tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum tengt stjórnun og stefnumótun. Ísleifur er menntaður Viðskiptafræðingur með áherslu á stjórnun frá University Alabama in Huntsville í Bandaríkjunum og Háskóla Íslands.
Jón Mikael Jónasson
Framkvæmdastjóri
Jón Mikael hóf störf hjá Origo árið 2022. Áður var Jón Mikael hjá Ölgerðar samstæðunni í 20 ár og m.a. í framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar og framkvæmdastjóri Danól. Hann er með BSc gráðu í fjármálum og hagfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Jón Mikael er stjórnarformaður Tölvuteks, ásamt því að vera meðstofnandi og stjórnarmaður í Afrek Fitness.
Sesselja Þórunn Jónsdóttir
Forstöðumaður Þjónustusviðs
Sesselja hóf störf hjá Nýherja árið 1994 og var í sölu og vörustýringu í 18 ár. Hún færði sig yfir til Þjónustulausna Origo árið 2012 og sinnti þar hópstjórahlutverki ásamt því að taka þátt í umbótaverkefnum tengdum þjónustu og ferlum. Frá árinu 2020 hefur hún starfað sem forstöðumaður þjónustusviðs.
Sveinn Orri Tryggvason
Forstöðumaður Sölusviðs
Sveinn Orri Tryggvason hóf störf hjá Nýherja árið1997. Starfaði þar á undan sem sölustjóri í Apple umboðinu. Hefur sinnt ýmsum verkefnum s.s. vörustýringu en lengst af sölustýringu. Hefur því fylgt tölvubyltingunni í yfir 35 ár og hokin af reynslu. Sveinn Orri er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með cand. oecon gráðu í stjórnun.
Sævar Ólafsson
Forstöðumaður Stafrænnar Þróunar og Markaðsmála
Sævar hóf störf hjá Nýherja árið 2011 og hefur starfað lengst af í markaðsmálum og stafrænni umbreytingu. Hann er í stjórnarmaður hjá Tölvutek, ásamt því að vera meðstofnandi og stjórnarmaður sprotafyrirtækisins Karolina Fund. Sævar er með tvær meistaragráður (MSc) í markaðsfræði og stjórnun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.