Fyrirlestur með Ara Magg
Ljósmyndarafélag Íslands, Canon og Ofar bjóða þér á fyrirlestur með Ara Magg sem mun veita okkur innsýn inn í síðustu 5 ár ferils síns.

Fullbókað er á viðburðinn
Ljósmyndarafélag Íslands, Canon og Ofar bjóða þér á fyrirlestur með Ara Magg sem mun veita okkur innsýn inn í síðustu 5 ár ferils síns. Hann mun sýna okkur myndir úr nýlegum verkefnum auk þess sem við fáum innsýn inn í það hvernig hann fer að því að skapa spennandi myndheim fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina sinna.
Nýir miðlar og tækni hafa leitt ljósmyndun inn á nýjar og spennandi slóðir og hjá Ara er ljósmyndun alltaf í forgrunni en undanfarin ár hefur framleiðsla á videoefni aldrei verið langt undan.
Ætlun Ara er að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Við fáum að skyggnast bak við tjöldin og einnig segir hann okkur frá hans nálgun á lýsingu, tækni og framleiðsluaðferðum, auk fólksins sem hann vinnur mest með og fær innblástur frá.
Einnig verður komið inn á höfundarétt og birtingarrétt og hans reynslu af þeim málum, ef tími vinnst til.
Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig.
Við látum þig vita
Það er fullt á þennan viðburð
Skráðu þig á póstlistann og við látum þig vita þegar eitthvað nýtt eða spennandi er að gerast hjá okkur.
Skrá mig á póstlistann