Canon í Kjarnaskógi
Prófaðu Canon ljósmyndabúnað með sérfræðingum frá Canon og Ofar í Kjarnaskógi á Akureyri, sunnudaginn 25. maí.

Prófaðu Canon ljósmyndabúnað á Akureyri
Canon og Ofar standa fyrir spennandi viðburði í Kjarnaskógi sunnudaginn 25. maí frá kl. 10.00–13.00.
Það eru aðeins 30 sæti í boði á viðburðinn.
Á viðburðinum gefst Canon notendum kostur á að prófa úrval af Canon EOS R ljósmyndabúnaði, m.a. langar aðdráttarlinsur fyrir fuglaljósmyndun, landslagslinsur, marcro linsur o.fl. við náttúrulegar aðstæður.
Viðburðurinn er frábært tækifæri fyrir núverandi EOS R notendur til að prófa nýjar myndavélar og RF linsur sem og DSLR notendur og notendur annarra vörumerkja til að prófa það nýjasta frá Canon í ljósmyndabúnaði. Við mælum þó með því að þáttakendur mæti einnig með eigin Canon EOS R myndavélar.
Við verðum með Canon tjald við leiksvæðið sunnan við blakvellina þar sem Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon hjá Ofar, Anders Sävås, Product Specialist hjá Canon Nordic, og Baldur Jónsson, verslunarstjóri Ofar á Akureyri, lána út búnað og veita góð ráð.
Gert er ráð fyrir því að fólk komi sér sjálft á staðinn.
