Friðlandið í Flóa

Prófaðu Canon ljósmyndabúnað í Friðlandinu í Flóa, laugardaginn 24. maí.

24/5/2025
10:00 - 13:00
Friðlandið í Flóa

Prófaðu Canon ljósmyndabúnað í Friðlandinu í Flóa

Canon og Ofar standa fyrir spennandi viðburði í Friðlandinu í Flóa laugardaginn 24. maí frá kl. 10.00–13.00.

Á viðburðinum gefst Canon notendum kostur á að prófa úrval af Canon EOS R ljósmyndabúnaði, m.a. langar aðdrátttarlinsur fyrir fuglaljósmyndun, landslagslinsur, marcro linsur o.fl. við náttúrulegar aðstæður. Við mælum þó með því að þáttakendur mæti einnig með eigin Canon myndavélar.

Aðeins 30 sæti eru í boði

Við hvetjum þáttakendur til að sýna varkárni og aðgát. Mikilvægt er að virða slóða / stíga og fara sér hægt í kringum fuglalífið í Friðlandinu. Varp er hafið og því er mikilvægt að gengið sé varlega um svæðið - það er ekki gott ef lómurinn þarf að víkja af hreiðri í langan tíma.

Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon hjá Ofar, Anders Sävås, Product Specialist hjá Canon Nordic, og finnski fuglaljósmyndarinn Mia Surakka verða á staðnum til að lána út búnað og veita góð ráð.

Gert er ráð fyrir því að fólk komi sér sjálft á staðinn.

Skráðu þig hér

segðu frá