Fyrirlestur með Mads Nissen á Íslandi

Þrefaldur aðalvinningshafi World Press Photo, Mads Nissen, verður með fyrirlestur 30. janúar í húsnæði Blaðamannafélags Íslands

30/1/2026
18:00
Blaðamannafélag Íslands, Síðumúli 23, 3 hæð
Ókeypis aðgangur

Blaðaljósmyndarafélag Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samvinnu með Ofar og Canon á Íslandi bjóða áhugasömum á fyrirlestur danska verðlaunaljósmyndarans Mads Nissen föstudaginn 30. janúar kl 18:00 í húsnæði Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23, 3. hæð.

Aðgangur er ókeypis.

Þrefaldur aðalvinningshafi World Press Photo

Mads Nissen, sem er fæddur 1979, er margverðlaunaður fréttaljósmyndari þar af þrisvar sinnum unnið aðalverðlaunin í World Press Photo, 2023, 2021 og 2015. Honum hafa hlotnast 95 alþjóðleg ljósmyndaverðlaun meðal annars POY ljósmyndari ársins 2023.

Ljósmyndun Mads snýst öll um samkennd - að skapa skilning og nánd um leið og hann tekur á samfélagslegum vandamálum samtímans líkt og ójöfnuði, mannréttindabrotum og ábyrgðarleysi heimsins.

Hann býr í Kaupmannahöfn ásamt fjölskyldu sinni og vinnur fyrir Politiken, því dagblaði á Norðurlöndunum sem hvað mest lætur sér varða sjónræna fréttamennsku.

HOMOPHBIA IN RUSSIA: World Press Photo árið 2025

COVID-19: World Press Photo árið 2021

THE WAR IN UKRAINE

SANGRE BLANCA - THE LOST WAR ON COCAINE

SANGRE BLANCA - THE LOST WAR ON COCAINE

 SANGRE BLANCA - THE LOST WAR ON COCAINE
Hlökkum til að sjá þig!

segðu frá