21/06/2024 • Ágúst Þór Gylfason

Eru LED skjáir framtíðin? 6 ástæður þess að velja stafræna skjái

LED skjáir bjóða upp á sveigjanleika, hagkvæmni og sýnileika sem prentuð skilti geta ekki keppt við.

Á Íslandi má víða finna LED skjái, bæði úti og inni. Fyrstu utandyra LED skjáirnir voru settir upp hér á landi um aldamótin, og síðan þá hefur þróunin í stafrænum birtingum, búnaði og kerfum verið mikil.

Mörg fyrirtæki, stofnanir og félög velja nú LED skjái fram yfir prentuð skilti til að koma skilaboðum sínum á framfæri, þar sem sveigjanleiki og hagræðing LED skjáa er meiri með því að nota afspilunarkerfi eða signage lausn eins og Brightsign.

Dæmi um slíka aðila eru verslanir, verslunarmiðstöðvar, leikhús, sýningarsalir, ferðaþjónustufyrirtæki, skólar, stofnanir og íþróttafélög ofl.

LED úti skjár Afturelding. Ljósmyndari: Hafliði BreiðfjörðLED úti skjár Afturelding. Ljósmyndari: Hafliði Breiðfjörð

Hvers vegna að velja LED skjái? 

LED upplýsinga- og auglýsingaskjáir bjóða upp á nokkra kosti fram yfir hefðbundnar prentunaraðferðir:

1. Lifandi og grípandi efni

LED skjáir gera þér kleift að birta lifandi og grípandi efni. Þetta þýðir að þú getur auðveldlega breytt og uppfært upplýsinga- og auglýsingaefni án þess að þurfa að endurprenta það. Þú getur sýnt myndbönd, hreyfimyndir og annað efni sem getur vakið meiri athygli en prentaðar myndir.

2. Sparaðu kostnað

Þó að upphafleg fjárfesting í LED skjáum sé hærri en prentun er líklegt að hún sé hagkvæmari til lengri tíma litið. Við prentun má reikna með kostnaði við undirbúning, framleiðslu og uppsetningu í hvert skipti sem þú þarft að uppfæra auglýsingu. LED skjáir koma í veg fyrir þennan viðvarandi kostnað þar sem þú getur uppfært efnið stafrænt á einfaldan hátt.

Fyrir aðila sem vilja selja auglýsingapláss á sínu svæði eins og verslunarkjarnar, íþróttafélög eða almenn opin rými þar sem sala á auglýsingaplássum er mikilvægur þáttur í rekstri getur verið mun hagstæðara að velja LED skjái. Hægt er að setja inn mismunandi skilaboð frá fjölda auglýsenda á einfaldan máta og þannig aukið auglýsingatekjur. Auglýsendurnir sjálfir geta einnig stýrt betur sínum skilaboðum sem þeir vilja koma á framfæri eftir þörfum, eins og að hafa vörumerki sitt eða viðeigandi skilaboð eftir því hvaða viðburður eða leikur er í gangi, tími dags eða annað sem hefur áhrif á áhuga fólks á efni þeirra.

3. Inni- og útiskjáir

LED skjái er hægt að setja upp í mismunandi rýmum innandyra og við margskonar aðstæður utandyra. Þeir þola vel breytileg veðurskilyrði eins og við íslenskar aðstæður og veita mismunandi svæði fjölbreytni til að ná til ýmissa hópa og áhorfenda.

Þjóðleikhúsið notar skjálausnir Origo lausnaÞjóðleikhúsið notar skjálausnir Origo lausna
4. Sýnileiki

LED skjáir eru bjartir og skarpir sem gera þá mjög sýnilega bæði innandyra sem utandyra við mismunandi lýsingu og birtuskilyrði. Þessi sýnileiki tryggir að fleiri sjá auglýsingar þínar sem eykur umfang þitt og áhrif.

Við val á LED skjá er mikilvægt að velja rétta punktaupplausn (e. pixel pitch) miðað við fjarlægð þeirra sem munu sjá efnið.

5. Sveigjanleiki eftir þörfum

LED skjáir koma í ýmsum stærðum, gerðum og uppsetningum sem býður upp á sveigjanleika hvað varðar hvar og hvernig þú getur birt skilaboð þín í gegnum afspilunarkerfið. Skjáirnir geta bæði spilað hreyft efni og mynd efni, sýnt stigatöflur, streymt efni og margt fleira. Hér má lesa um LED skjáinn sem var settur upp í verslun Origo.

Hægt er að tengja mismunandi skjái saman með afspilunarkerfi og þannig stýrt hvernig efni talar saman hverju sinni eftir svæði.

6. Uppfærðu efni í rauntíma

Afspilunin á efni birtist í rauntíma s.s. um leið og það er sett inn og samþykkt þá birtist það á skjánum. Það er þó líka hægt að tímastilla efni eftir þörfum sem einfaldar þar með alla stýringu og eftirfylgni. Þessi sveigjanleiki gerir þér kleift að sérsníða auglýsingarnar þínar út frá þáttum eins og tímabil, tíma dags, veðurskilyrðum eða viðburðum á svæðinu.

LED skjáir eru tengdir við stjórneiningu NovaStar sem sér um að birta efnið í gegnum tölvu eða nettengjanlegt afspilunarkerfi/signage eins og Brightsign.

Hagstæður valkostur  

Þó að LED auglýsingaskjáir bjóði upp á marga kosti er nauðsynlegt að huga að þáttum eins og uppsetningarkostnaði, viðhaldi og orkunotkun þegar borið er saman við prentunaraðferðir. Hins vegar gera kostir LED skjáa hvað varðar sveigjanleika, sýnileika og rauntíma uppfærslur þá að betri valkosti fyrir mörg fyrirtæki og stofnanir.

LED skjár meðfram íþróttavelli frá Hljóð- og myndlausnum Origo. Ljósmyndari Hafliði BreiðfjörðLED skjár meðfram íþróttavelli frá Hljóð- og myndlausnum Origo. Ljósmyndari Hafliði Breiðfjörð

Vantar þig ráðgjöf um hvernig skjár hentar? 

Hvort sem þú hefur áhuga á einum skjá eða nokkrum sem geta talað saman, bjóðum við hjá Hljóð- og myndlausnum Origo lausna upp á ráðgjöf út frá þínum þörfum. Við eigum úrval af gæða skjálausnum fyrir öll rými, utan- sem innandyra og höfum margra ára reynslu af ýmis konar aðstæðum og hönnun á skjálausnum, allt frá að meta hver þörfin er yfir í uppsetningu og viðhald.

0:00

0:00

https://images.prismic.io/verslun/ZpepZx5LeNNTxOv8_ZkOLpiol0Zci9HxT_A%CC%81gu%CC%81st%C3%9Eo%CC%81rGylfason.avif?auto=format,compress

Höfundur bloggs

Ágúst Þór Gylfason

Vörustjóri Hljóð- og myndlausna

Deila bloggi