28/03/2025 • Ágúst Þór Gylfason

Skjáskilti sem gleðja af öllu hjarta

Kringlan lyftir upplifun viðskiptavina ofar.

Verslunarmiðstöðin Kringlan hefur lengi verið hjarta verslunar og þjónustu í Reykjavík. Kringlan hefur undanfarið fengið á sig nútímalegra yfirbragð með nýlegri mathöll og uppsetningu fjölda hágæða skjáskilta frá Ofar. 

Gæði og áreiðanleiki í fyrirrúmi

Nýju skjáskiltin frá Ofar í Kringlunni samanstanda af skjám og afspilunarlausnum í mismunandi stærðum sem henta vel fyrir fjölbreytta notkun. Þar má nefna stafræn auglýsingaskilti, LED skjái og upplýsingaskjái, sem allir tryggja skýr og skörp myndgæði ásamt langan endingartíma. 

Mörg skjáskilti eru frá framleiðandanum Sharp/NEC sem hefur lengi verið í fararbroddi í þróun stafrænnar skjátækni og eru skjáir þeirra þekktir fyrir hágæða myndgæði, áreiðanleika og langlífi. Lausnirnar standast íslenskar aðstæður vel, hvort sem er utandyra eða innandyra, í verslunum, fyrirtækjum eða í opinberum rýmum þar sem krafist er endingargóðra og orkusparandi lausna. 

Það er gaman að segja frá því að Kringlan voru tilnefnd til Lúðursins fyrir herferð sína Af öllu hjarta í flokki veggspjalda og skilta þar sem skemmtileg notkun á skjáum hafa vakið athygli fólks.

Við hjá Ofar vinnum náið með viðskiptavinum og leggjum áherslu á:

  • Sérsniðnar lausnir að þörfum viðskiptavina 

  • Við vinnum aðeins með leiðandi vörumerki eins og Sharp/NEC, Fabulux ofl. 

  • Við sjáum um allt ferlið, frá ráðgjöf og uppsetningu, kennslu á kerfi, til viðhalds og stuðnings. 

Ísland í fararbroddi stafrænnar þróunar

Í nýlegri grein á Invidis, sem er leiðandi upplýsingaveita fyrir stafræna skiltamarkaði í Evrópu, kemur fram að Sharp/NEC er leiðandi á litlum en vaxandi stafrænum markaði á Íslandi. Þar er meðal annars fjallað um hvernig íslenskar aðstæður kalla á endingargóðar lausnir og hvernig samstarf Ofar og Sharp/NEC tryggir hágæða stafrænar skiltalausnir fyrir íslensk fyrirtæki.

Til að lesa greinina í heild sinni, smelltu hér: Sharp NEC Dominance Up North

Við erum stolt af því að taka þátt í þessari stafrænu umbreytingu og hlökkum til að aðstoða fleiri fyrirtæki við að innleiða öflugar og nútímalegar skjálausnir.

Viltu vita meira?

Við bjóðum upp á hágæða skjáskilti og afspilunarlausnir fyrir öll rými, utan- sem innandyra. Við höfum margra ára reynslu af sölu og hönnun á skjálausnum

NEC skjár í komusal KEF
https://images.prismic.io/verslun/ZpepZx5LeNNTxOv8_ZkOLpiol0Zci9HxT_A%CC%81gu%CC%81st%C3%9Eo%CC%81rGylfason.avif?auto=format,compress

Höfundur bloggs

Ágúst Þór Gylfason

Vörustjóri Hljóð- og myndlausna

Deila bloggi