18/02/2025 • Eyjólfur Jóhannsson
Sony notar nýtt endurunnið plastefni
Sony hefur dregið úr notkun á óendurnýjanlegum auðlindum með því að þróa SORPLAS™, endurunnið plast sem býður upp á bæði sjálfbærni og gæði.

Allt að 99% endurunnið efni
Við vitum öll að auðlindir veraldar eru ekki óendanlegar og fá tæknifyrirtæki hafa sett sér háleitari markmið um endurvinnslu og þróun á endurnýtingu hráefna og SONY. Þetta skiptir höfuðmáli í „Road to Zero“, ferli sem er langtímamarkmið SONY um að kolefnisjafna alla framleiðslu sína og líftíma tækjana sem fyrirtækið framleiðir. Endurunnið plast sem notað er í rafeindatækni er venjulega aðeins um 30% hlutfall af endurunnið efni. En byltingarkennd tækni sem Sony notar við framleiðslu á SORPLAS™, gerir kleift að nota allt að 99% endurunnið efni í raftækin sín.
Notkun á SORPLAS™ getur þ.a.l. breytt ansi miklu t.d. má nefna að við framleiðslu á BRAVIA™ KDL-40EX52H 40“ hefðbundnu LED sjónvarpi dregur úr losun koltvísýrings um næstum 80% samanborið við hreint plastefni.
Gefum gömlu plasti nýtt líf
SORPLAS™ styður líka enn frekar við endurvinnslu með því að nota m.a. geisladiskaúrgang og afgangsplast frá Sony og öðrum verksmiðjum ásamt öðru efni, t.d.vatnsflöskur úr plasti og öðru plasti sem notað er daglega í miklum magni.

Létt, sterkt og hitaþolið
Vegna framúrskarandi burðarstyrks og hitaþols sem SORPLAS™ býður upp á, hafa margir hlutar nýjustu Sony BRAVIA sjónvarpanna verið smíðaðir úr SORPLAS t.d. er bakhlið tækjanna algjörlega úr þessu umhverfisvæna efni ásamt því að vera notað í innri byggingu tækjana þar sem því er komið við.
Með SORPLAS er notkun á hráplasti minnkuð um allt að 60%

Leyndardómurinn á bak við SORPLAS
Þróun Sony á SORPLAS™ hófst fyrir meira en áratug og á þeim tíma beindust rannsóknir Sony aðallega að því hvernig hægt væri að endurnýta rusl úr endurnýttu plasti frá sínum eigin verksmiðjum á skilvirkari hátt.
Meðal möguleika á notkun sem voru rannsakaðir voru iðnaðarskólphreinsiefni og vatnsgleypandi kvoða t.d. fyrir einnota bleiur og þróaði Sony brennisteinsbundið logavarnarefni sem gerði pólýkarbónatplast mjög ónæmt fyrir eldi. Blöndun þessa logavarnarefnis við pólýkarbónatplastið sem er unnið úr t.d. geisladiskum úr verksmiðjum Sony-samsteypunnar reyndist vera lykillinn að þróun SORPLAS™. SORPLAS™ er endurunnið plast sem er gert með viðleitni okkar til að varðveita og breyta framleiðsluúrgangi í verðmæta auðlind.

Höfundur bloggs
Eyjólfur Jóhannsson
Vörustjóri Sony
Deila bloggi