13/02/2025

Vöruhúsalausn sem fer enn ofar

K8 wms vöruhúslausnin hefur náð fótfestu í íslensku atvinnulífi og stefnan er sett enn ofar.

K8 wms er notendavænt og hagkvæmt vöruhúsakerfi sem gefur aukna yfirsýn, betri nýtingu á geymsluplássi og tíma starfsfólks, fækkar villum og eykur ánægju viðskiptavina. Ár frá ári höfum við séð lausnina stækka að gæðum, ná meiri athygli og í kjölfarið enn meiri útbreiðslu í íslensku atvinnulífi.

Síðasta ár var viðburðaríkt hjá okkur en við innleiddum K8 kerfið hjá þremur nýjum viðskiptavinum. Það eru Norðanfiskur ehf., Guðmundur Arason ehf. og FB vöruhús ehf. með góðum árangri. Jafnframt erum við í miðri innleiðingu hjá tveimur öflugum viðskiptavinum til viðbótar.

Sífelld nýsköpun byggð á endurgjöf frá viðskiptavinum

Ýmsar breytingar hafa litið dagsins ljós á síðustu misserum. Sumar þeirra til að treysta enn frekar þau verkferli sem í boði hafa verið lengi en einnig komu fram alveg nýir hlutir:

  • Nýtt og betra vöruskilaferli sem margir hafa beðið eftir

  • Geymsluferli þar sem hægt er að hafa yfirsýn yfir vörur sem ekki hafa verið sóttar þó tiltekt sé lokið

  • Vefþjónustur sem gera samskipti á milli fjárhagskerfa og K8 wms enn einfaldari

  • Fullbúin tenging við Buisness Central (BC) í gegnum nýju vefþjónusturnar

  • Vigtarvöruskönnun

  • Meðhöndlun fyrningardagsetninga (BBF)

  • Meðhöndlun serial- og lotunúmera

  • Kennslumyndskeið á netinu sem lýsa notkun K8 wms kerfisins í hverju verkferli fyrir sig, bæði á handtölvum og borðtölvum

Vöruhúsið og mikilvægi þess í daglegum rekstri

Í haust var haldin ráðstefna á Grand hótel alfarið helguð vöruhúsum og tókst hún mjög vel. Þar var áhersla bæði lögð á hug- og vélbúnaðarlausnir. Mæting fór fram úr okkar björtustu vonum og voru ráðstefnugestir almennt mjög ánægðir með efnistök og framsetningu. K8 wms kerfið var þarna á meðal annarra lausna til umfjöllunnar og sýndu viðbrögð gesta bæði á ráðstefnunni og eftir hana að við erum á réttri leið með kerfið.

Spennandi tímar framundan

Við förum stórhuga inn í nýja árið og ætlum hvergi að gefa eftir varðandi þróun kerfisins. Eitt af því sem er á dagskrá er að auðvelda notendum enn frekar að ná upplýsingum út úr kerfinu. Stundum taka stjórnendur ákvarðanir sínar út frá tilfinningu en betra er ef hægt er að byggja þær á beinhörðum gögnum (gagnadrifnar ákvarðanir).

Í gagnagrunn K8 wms safnast mikið magn upplýsinga við daglega vinnslu. Við höfum fundið áhugaverðan samstarfsaðila sem sérhæfir sig í tengingu skýrslutóls við gagnagrunna (BI) og erum núna að vinna að nánari útfærslum.

Annað sem má nefna er létt útgáfa af K8 wms kerfinu. Eitthvað sem við mundum sennilega kalla K8 wms Light. Sú útgáfa mun eingöngu innihalda móttökur, afhendingar og talningar. Hún mun ekki innihalda hefðbundna hólfavirkni og í raun tengjast nánast beint við fjárhagskerfi viðskiptavinanna.

Myndbönd

Hvað segja viðskiptavinirnir?

Líttu Ofar, hér erum við

Viltu vita meira?

K8 wms er þróað í samvinnu við íslensk fyrirtæki af vöruhúsasérfræðingum okkar sem aðstoða við alla ráðgjöf, innleiðingu og þjónustu.

Deila frétt