Límmiða- og kortaprentlausnir
Við bjóðum öflugan hug- og vélbúnað fyrir prentun sem hjálpar þínu fyrirtæki að ná samkeppnisforskoti í stafrænum heimi. Það geta allir fundið sér vöru við sitt hæfi, við þjónustum framleiðslu- og flutningsfyrirtæki, smásölur, heildsölur, vöruhús og dreifingarmiðstöðvar.




Allt á einum stað
Búnaður sem hentar þínu fyrirtæki
Allt frá litlum borðprenturum til afkastamikilla sjálfvirkra iðnaðarprentara.
Sniðið að þínum þörfum
Flestir geta fundið vöru við sitt hæfi, allt frá einyrkjum til stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Alhliða ráðgjöf til að finna réttu lausnina fyrir þitt fyrirtæki.
Heildar prentlausn
Hugbúnaður, vélbúnaður og rekstrarvara, allt á einum stað.
Einfalt og þægilegt
Við hjálpum þér að finna rétta búnaðinn og aðstoðum þig við að setja hann upp.
Seagull Software
Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur
Afgreiðslulausnasvið okkar hefur hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2024 frá Seagull Software – EMEA Nordics sem Top Subscription Sales Partner of the Year. Viðurkenningin endurspeglar elju og árangur teymisins okkar í sölu og innleiðingu á BarTender lausnum. Með markvissri vinnu og traustu samstarfi við viðskiptavini okkar höfum við náð að hámarka gildi BarTender lausna í fjölmörgum fyrirtækjum um allt land.
Við erum þakklát fyrir traustið, höldum áfram að byggja enn frekar á þessum góða grunni og lítum svo á að þessi árangur sé sameiginlegur með öllu teyminu okkar, birgjum og samstarfsaðilum.

Korta- og miðaprentarar
Hægt er að kaupa miða- og kortaprentara og tengja við annan hugbúnað eða upplýsingakerfi eins og Póststoð, fylgibréfaprentun, bókasafnskerfi, sölukerfi o.s.frv.
Hjá okkur er líka að finna mikið af rekstrarvöru fyrir miða- og kortaprentun eins og límmiða, prentborða, plastkort og litaborða í kortaprentara.

Bartender miðaprent-hugbúnaður
Ofar er endursölu- og samstarfsaðili Bartender hugbúnaðar frá Seagull, með áratuga reynslu og sérþekkingu á lausninni. Bartender er ein útbreiddasta og vinsælasta límmiðaprentlausnin á markaðnum í dag. Bartender samanstendur af hugbúnaðarfjölskyldu (Suite), þróuð til að uppfylla flestar límmiðaútprentunarþarfir fyrirtækja, bæði stórra og smárra.
Bartender hentar öllum fyrirtækjum, m.a. á sviði verslunar, vöruhúsa, matvælaframleiðslu, iðnaðar, sjávarútvegs og flutningþjónustu.

Kostir þess að velja Bartender
Sveigjanleg og fjölbreytt lausn
Hugbúnaðurinn frá BarTender býr yfir öllum helstu þáttum sem snúa að merkingum í fyrirtækjum og stofnunum í dag eins og prentun á strikamerkjum og QR-kóðum, heimilisföngum, vörulýsingum, breytilegum og hlaupandi númerum, fyrningardagsetningum, uppruna- og rekjanleikamerkingum og RFID skráningum í merki og prentun.
Auðvelt að setja upp
BarTender býður upp mikla sjálfvirkni, miðlæga stjórnun og er auðvelt að tengjast gögnum í öðrum kerfum. Það er einfalt að setja upp hugbúnaðinn og nota, hann er til í mismunandi útgáfum sem hentar breiðum hópi notenda.
Vélbúnaðinn er hægt að fá í ýmsum stærðum og gerðum - allt frá litlum borðprenturum til að merkja sendingar og vörur upp í afkastamikla sjálfvirka miðaprentara.
Sjálfvirkni og samþætting
Það er einfalt að setja upp sjálfvirka prentferla þar sem BarTender vaktar svæði, tekur upp skipanir og sendir á skilgreinda prentara, einnig er hægt að stýra mörgum prenturum í einu. Hugbúnaðinn er svo hægt að tengja við fjárhags-, sölu-, vöruhúsakerfi o.fl. Auðvelt er að sækja gögnin í Excel/CSV og gagnagrunna (SQL).
Staðlar og reglugerðir
Lausnin uppfyllir alþjóðlega staðla og reglur um merkingar s.s. GS1 strikamerkjastaðal, lyfjamerkingar (FDA 21 CRF part 11 og UDI), innihaldslýsingar (FIC), sérstakar eiturefnamerkingar (GHS) og brettamerkingar GS1-128 (SSCC).
Samstarfsaðilavottanir Ofar ehf.

