
Heilbrigðistækni sem skiptir máli
Ofar er stoltur samstarfsaðili Canon Medical Systems á Íslandi. Með öflugu samstarfi sameinum við alþjóðlega tækniþekkingu og staðbundna sérfræðiþjónustu til að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi. Við sérhæfum okkur í lækningabúnaði og myndgreiningarlausnum sem bæta greiningar, meðferðir og þjónustu við sjúklinga.

Computed Tomography
Tölvusneiðmyndatæki
Nákvæm og hraðvirk greiningartækni sem styður við ákvarðanatöku í bráða- og sérhæfðri þjónustu. Lausnir sem hámarka myndgæði og lágmarka geislun.

MRI
Segulómun
Framúrskarandi myndgæði og nýjasta tækni í segulómun sem hraðar skönnun, eykur öryggi greininga og bætir þægindi sjúklinga. Hljóðlát, hraðvirk og notendavæn hönnun.

X-ray
Röntgenmyndataka
Stafræn röntgenlausn með skýrleika, öryggi og sveigjanleika í fyrirrúmi. Framúrskarandi lausnir fyrir bæði almennar og sérhæfðar myndgreiningar.

Ultrasound
Ómskoðun
Fjölhæf og notendavæn ómtæki sem styðja við greiningu í fjölmörgum klínískum aðstæðum. Hágæða myndir og snjallar aðstoðaraðgerðir.

Um Canon Medical Systems Europe
Canon Medical býður upp á fjölbreytt úrval lækningamyndatækni, þar á meðal tölvusneiðmyndatæki (CT), greiningar- og íhlutandi röntgenlausnir, segulómun (MRI), ómskoðun, augnheilbrigðislausnir og færanlegar myndgreiningarlausnir. Við bjóðum einnig upp á fjölbreytta þjónustu og heildstæð upplýsingatæknikerfi fyrir heilbrigðisgeirann.
Canon Medical vinnur í nánu samstarfi við samstarfsaðila okkar – heilbrigðisstarfsfólk, fræðasamfélagið og rannsóknaraðila. Við byggjum upp traust tengsl sem byggja á gagnsæi, virðingu og trúverðugleika.

Í samstarfi við Canon Medical stefnum við að því að veita heilbrigðisstarfsfólki á Íslandi aðgang að fyrsta flokks myndgreiningartækni og áreiðanlegri þjónustu. Þetta samstarf snýst ekki aðeins um dreifingu – heldur um að skapa raunveruleg áhrif þar sem mest á reynir.
Ísleifur Örn Guðmundsson
•
Forstöðurmaður Viðskiptaþróunar hjá Ofar
Sjúklingar ávallt í forgrunni
Í samræmi við „Made for Life“ hugmyndafræðina okkar eru sjúklingar ávallt í forgrunni alls sem við gerum.
Markmið okkar er að styðja heilbrigðisstarfsfólk með lausnum sem styrkja þeirra mikilvæga hlutverk í að bæta heilsu og líðan fólks um allan heim. Við viljum skapa bestu mögulegu heilsufarslegu tækifæri fyrir sjúklinga með lausnum sem sameina afkastagetu, þægindi og öryggi – án málamiðlana.
Saman stefnum við að því að þróa lausnir sem bæta lífsgæði og setja ný viðmið í heilbrigðisþjónustu.
