Canon Prentlausnir og skönnun

Til að starfsfólk geti unnið hratt og örugglega, hvort sem er á skrifstofunni, heima eða á ferðinni, þurfa fyrirtæki að tryggja að hægt sé að skanna og prenta á einfaldan hátt. Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf í stafrænni vegferð, leigjum og seljum prentlausnir sem hæfir þínu starfsumhverfi.

Myndskreyting

Ofar er Canon Business Center

Canon Business Center sem er fjölskylda er samanstendur af tæplega 200 samstarfsaðilum Canon víðsvegar um Evrópu sem bjóða úrval af prent- og skannalausnum á sínum mörkuðum. Í krafti samstarfsins gefur Ofar boðið upp á betri þjonustu við viðskiptavini auk þess að draga lærdóm og reynslu af öðrum samstarfsaðilum um allan heim.

myndskreyting

Viltu fræðast um öryggismál í prentumhverfinu sem og prentun og skönnun í skýinu?

Við fengum nokkra sérfræðinga frá Canon, Ofar og Defend Iceland til veita góð ráð í stuttum myndböndum. 

0:00

0:00

Lækkaðu prentkostnaðinn

Rent A Prent er umhverfisvæn og örugg prentun, skönnun og ljósritun sem felur í sér allt að 30% lækkun á árlegum prentkostnaði fyrirtækja sem geta fækkað prenturum um allt að því 40%.

Með Rent A Prent geta fyrirtæki tryggt sér öruggt og sjálfbært prent- og skannaumhverfi; hvort sem er í skýinu, á staðnum eða blönduðu umhverfi.

Viltu vita meira? Sendu okkur skilaboð á rentaprent@ofar.is

myndskreyting

Yfir 20 ár í bransanum

Gríðarleg þekking og reynsla starfsfólks skiptir máli

Starfsfólk okkar býr yfir gríðarlegri þekkingu og reynslu á sviði prent- og skannalausna. Við höfum í yfir 20 ár hjálpað fyrirtækjum og stofnunum að lækka prentkostnaðinn og gera sína prentun og skönnun umhverfisvænni og stafrænni.

Við erum með um 250 Rent A Prent samninga við fyrirtæki og stofnanir víðsvegar um Ísland og með yfir 1900 tæki í fjarvöktun með yfir 30.000 notendum.

myndskreyting

Við metum þínar þarfir og tryggjum fyrirbyggjandi viðhald

Við aðstoðum þig við að meta núverandi prentumhverfi fyrirtækisins og finnum tækifæri til úrbóta. Þannig hjálpum við þínu fyrirtæki í stafrænni vegferð sem byggir á þínum þörfum.

Við tryggjum fyrirbyggjandi viðhald sem styður prent- og skannaumhverfi fyrirtækisins til að tryggja að prentflotinn og skjalavinnuflæði skili eins skilvirkum árangri og mögulegt er. Með þjónustu- og frammistöðuskýrslum gerum við stöðugar umbætur.

myndskreyting

Veldu öryggi

Þegar fyrirtæki fjárfesta í prentbúnaði þá þarf að tryggja gagnavernd, koma í veg fyrir leka á upplýsingum, gagnabrot o.s.frv. Það hjálpar ekki aðeins stórum og meðalstórum fyrirtækjum sem eru með upplýsingatæknistjóra og tölvudeildir heldur sérstaklega minni fyrirtækjum sem búa jafnvel ekki yfir innanhúsþekkingu á upplýsingatækni.

Security Settings Navigator er innbyggð tækni í Canon prenttækjum sem hjálpar öllum fyrirtækjum að tryggja öryggisstillingar fyrir eigið umhverfi.

myndskreyting

Fréttabréf Canon prentlausna

Fræðandi fréttabréf um skrifstofu- plakat, ljósmynda og teikningaprentun. Mánaðarlegt fréttabréf um allt sem er fram undan hjá okkur í vöruframboði, viðburðum, fræðslu, og tilboðum.

Nýjustu fréttir og fróðleikur

Ráðgjöf

Fá ráðgjöf