Frá beinni útsendingu til bíómyndar með Canon

Í samstarfi við Kukl, stendur Canon fyrir viðburði þar sem fjallað verður um hvernig Canon PTZ vélar og CINEMA EOS tökuvélar henta fyrir fjölbreyttar tökuaðstæður.

15/10/2025
15:00 - 18:00
Kukl, Jöfursbás 4

Canon og Ofar, í samstarfi við Kukl, standa fyrir viðburði þann 15. október kl. 15:00 þar sem fjallað verður um hvernig Canon PTZ vélar og CINEMA EOS tökuvélar henta fyrir fjölbreyttar tökuaðstæður, allt frá:

  • Beinum útsendingum á viðburðum

  • Sjónvarps-, auglýsinga og kvikmyndagerð

  • Í stúdíó-uppsetningum

  • Við fyrirtækjakynningar og ráðstefnur

  • Í skólaumhverfi

Og um er að ræða vídeólausnir sem vinna einnig saman þar sem XC prótokoll Canon er lykillinn sem tryggir þér nákvæma stjórn og hámarks sveigjanleika.

Stutt erindi frá:

Lars Victor Askheim

Business Development Manager, Canon Noregi
Lars hefur víðtæka reynslu af tæknilausnum fyrir sjónvarpsstöðvar, framleiðslufyrirtæki og stofnanir í Noregi. Hann mun kynna hvernig Canon PTZ, CINEMA EOS og EOS vélar geta skapað sveigjanlegar og faglegar upptökulausnir.

Guðmundur Thor Kárason

Kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri
Guðmundur Thor er þekktur fyrir störf sín við LazyTown og fjölbreytt skapandi verkefni. Hann mun tala um sína reynslu af Canon EOS C400.

Benjamin Hardman

Ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður
Benjamin sérhæfir sig í sjónrænum frásögnum af náttúru norðurslóða. Hann hefur unnið með alþjóðlegum vörumerkjum eins og Canon, Netflix, BBC og National Geographic.

Græjusýning, spjall og léttar veitingar í boði

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt að skrá sig

segðu frá

Dagskrá

KL 15:20

Verður með stutt erindi um Canon vélarnar.

Lars Askheim, Business Development Manager, Pro Sector and Industry, hjá Canon Noregi

KL 15:40

Segir frá sínum reynslum af CINEMA EOS C400 til að skjóta auglýsingar, bæði stór... sjá meira

Guðmundur Thor Kárason

KL 15:55

Fjallar um sína reynslu af CINEMA EOS C80 til að skjóta efni við krefjandi aðstæ... sjá meira

Benjamin Hardman

Græjusýning, spjall og léttar veitingar

Lars Victor Askheim

Business Development Manager, Pro Sector and Industry, hjá Canon Noregi

Lars hefur víðtæka reynslu af því að starfa með sjónvarpsstöðvum, tækjaleigum, framleiðslufyrirtækjum og lögreglunni í Noregi ásamt norska hernum, menntastofnunum o.fl. við að setja upp lausnir er byggja á Canon búnaði, hvort sem er Canon EOS myndavélum, CINEMA EOS tökuvélum, PTZ vélum, Canon linsum o.fl.

Guðmundur Thor Kárason

Kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri

Guðmundur Thor Kárason hefur áratugareynslu í sjónvarps- og kvikmyndagerð, bæði á Íslandi og erlendis. Hann er hvað þekktastur fyrir störf sín við LazyTown þar sem hann vann sem handritshöfundur og brúðuhönnuður, en hefur einnig unnið að fjölmörgum kvikmyndum, auglýsingum og tónlistarmyndböndum.

Benjamin Hardman

Ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður

Benjamin hóf feril sinn sem ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður og leiðsögumaður eftir að hafa ferðast um Ísland árið 2015. Aðaláhersla hans er að segja dýpri sjónrænar sögur af náttúrunni á norðurslóðum og undirnorðurslóðum, bæði sem ferðamaður og heimamaður. Benjamin hefur unnið að ljósmyndun og myndbandsframleiðslu fyrir alþjóðleg vörumerki eins og Netflix, BBC, National Geographic, Disney, DJI, Canon, 66 Norður, Tesla og fleiri.