Canon hátíð
Ekki missa af Canon hátíð í Smárabíó föstudaginn 1. nóvember þar sem atvinnufólk í ljósmyndun og vídeógerð segja sögurnar á bak við sínar ljósmyndir og sína vinnu. Á hátíðinni verður einnig glæsileg vörusýning.

Því miður er fullbókað á viðburðinn.
Við ætlum að hittast á fimmtu Canon hátíðinni sem verður haldin í Smárabíó föstudaginn 1. nóvember þar sem Martina Wärenfeldt, Benjamin Hardman, Anna Maggý, Vilhelm Gunnarsson og Arnaldur Halldórsson segja sögurnar á bak við ljósmyndir sínar og vinnu.
Þá mun Morten Nørremølle, framkvæmdastjóri Canon Nordic opna hátíðina með stuttu erindi. Ráðstefnustjóri er Þorsteinn J. Vilhjálmsson.
Á hátíðinni verður einnig glæsileg vörusýning frá kl. 10:30 þar sem við sýnum allt það nýjasta frá Canon ásamt því að hátíðargestum gefst tækifæri á að spjalla við aðra ljósmyndara. Einnig munum við kynna spennandi vörur frá Profoto, Synology, Lenovo og Apple. Ráðstefnan og fyrirlestrar hefjast kl. 13:00.
Athugið að það er nauðsynlegt að skrá sig á viðburðinn.
Við látum þig vita
Það er fullt á þennan viðburð
Skráðu þig á póstlistann og við látum þig vita þegar eitthvað nýtt eða spennandi er að gerast hjá okkur.
Skrá mig á póstlistannKL 10:30
Húsið opnar og vörusýning hefst
KL 13:00
Ráðstefnustjóri setur hátíðina
KL 13:05
Through the Lens of Canon: The power of images
Morten mun bjóða gesti velkomna og segja stuttlega frá sýn, skuldbindingu og fra... sjá meira
Morten Nørremølle
KL 13:15
Frá sýn til meistaraverks: Listin að skapa Fine Art portrett
Taktu þátt í heimi mínum í fine art portrettljósmyndun þar sem mörkin milli list... sjá meira
Martina Wärenfeldt
KL 14:15
Hlé
KL 14:30
Auglýsingar og bíómyndir
Arnaldur fer yfir þau viðfangsefni sem hann hefur verið að fást við síðustu árin... sjá meira
Arnaldur Halldórsson
KL 15:00
Hvernig nýtist mín ljósmyndun í að framleiða vídeó?
Í fyrirlestri sínum ætlar Anna Maggý að fókusa enn frekar á hvernig hún nýtir sí... sjá meira
Anna Maggý
KL 15:30
Hlé
KL 15:45
Fréttaljósmyndun á Íslandi í dag
Í fyrirlestri sínum fjallar Vilhelm um fréttaljósmyndun á Íslandi í dag og segir... sjá meira
Vilhelm Gunnarsson
KL 16:15
Að fanga fegurð norðurskautsins
Benjamin Hardman
KL 16:45
Dagskrárlok
Fyrirlesarar
Atvinnufólk í ljósmyndun og vídeógerð segja sögunar á bak við sínar ljósmyndir og sína vinnu.

Martina Wärenfeldt
Canon ambassador
Martina Wärenfeldt er Canon ambassador en hóf feril sinn sem ljósmyndari fyrir skemmtanaiðnaðinn í Los Angeles. Eftir átta ár í Kaliforníu flutti hún aftur til Växjö í Svíþjóð og opnaði eigin ljósmyndastofu. Að vera ljósmyndari í minni bæ hefur bæði kosti og áskoranir, og hefur viðskipta- og vörumerkjastjórnun því orðið stór hluti af hennar starfsferli. Í ljósmyndastofunni sinni í Svíþjóð tekur hún nú klassískar portrettmyndir og fine art ljósmyndir af venjulegu fólki, oft innblásin af olíumálaralist gömlu meistaranna, ásamt portrettum fyrir fyrirtæki,

Benjamin Hardman
Ljósmyndari og vídeógerðarmaður
Í meira en áratug hefur Benjamin Hardman myndað landslag Íslands og beggja heimskautanna sem Ijósmyndari og kvikmyndagerðarmaður og frá því hann flutti frá Ástralíu til Íslands 2015 hefur hann einnig starfað sem leiðsögumaður. Undanfarin ár hafa ævintýri Benjamins á Íslandi smám saman færst frá strandlengjunni og upp á afskekktustu svæði og heiðar hálendisins. Myndirnar hans eru knúnar áfram af þrá eftir dýpt náttúrunnar og hann heimsækir sömu staðina allt árið um kring, til að skilja betur og mynda þær sjónrænu breytingar sem hver árstíð felur í sér. Benjamin hefur unnið við ljósmynda- og vídeóframleiðslu fyrir alþjóðleg vörumerki eins og Netflix, BBC, National Geographic, Disney, DJI, Canon, 66 North, Tesla og fleiri.

Anna Maggý
Ljósmyndari, listakona og leikstjóri
Anna Maggý er ljósmyndari, listakona og leikstjóri og er meðal annars í að framleiða auglýsingar, tónlistamyndbönd og fleira, hvort sem er sem ljósmyndari eða sem leikstjóri. Anna Maggý notast aðallega við ljósmyndun við gerð verka sinna en einnig aðra miðla á borð við innsetningar og myndbönd og var hún með frábæran fyrirlestur fyrr á þessu ári á viðburðinum Konur í ljósmyndun sem haldinn var af Canon og Origo. Í fyrirlestri sínum ætlar Anna Maggý að fókusa enn frekar á hvernig hún nýtir sína ljósmyndareynslu í að framleiða tónlistarmyndbönd og auglýsingar auk þess að fjalla um sína ljósmyndun. Ljósmyndir Önnu Maggýjar hafa birst í alþjóðlegum tímaritum eins og Vogue Italia, British Vogue, Dazed and Confused og I-D Magazine.

Vilhelm Gunnarsson
Fréttaljósmyndari
Vilhelm Gunnarsson er einn af reyndustu fréttaljósmyndurum landsins en hann starfar í dag sem aðal ljósmyndari á www.visir.is. Sem íslenskur blaðaljósmyndari fæst Vilhelm við fjölbreytt verkefni á degi hverjum þar sem hann tekst á við margar áskoranir, hvort sem er að fanga augnablik í stjórnmálum og íþróttum og allt þar á milli eða náttúruhamfarir af ýmsu tagi. Í fyrirlestri sínum fjallar Vilhelm um fréttaljósmyndun á Íslandi í dag og segir ýmsar sögur á bak við myndirnar.

Arnaldur Halldórsson
Ljósmyndari
Arnaldur Halldórsson lærði ljósmyndun í Englandi og Frakklandi áður en hann hóf sjálfstætt starfandi feril. Hann hefur starfað mikið við auglýsinga-, blaða- og iðnaðarljósmyndun fyrir stór íslensk fyrirtæki. Reynsla hans felur í sér að vinna fyrir sjónvarps- og kvikmyndatökulið á vegum Netflix og Hollywood, þar á meðal Game of Thrones. Arnaldur hefur einnig unnið með erlendum ljósmyndurum sem að hafa komið til landsinns til að mynda fyrir erlendar auglýsíngaherferðir af ýmsum toga. Þá hefur hann starfað með þekktum fjölmiðlum á borð við Time Magazine, BBC og Bloomberg Financial News.

Morten Nørremølle
Country Director Nordic/Baltic Imaging Technologies & Communications Group.
Morten hefur starfað hjá Canon í tæp 20 ár. Teymið hans ber á ábyrgð á viðskiptaþróun í átta löndum á okkar svæði þar sem markmiðið er að sterka menningu og samkennd sem styður jákvætt, fjölbreytt og innihaldsríkt vinnuumhverfi sem eflir þátttöku starfsmanna, ákvarðanatöku og árangur fyrirtækisins.