Norðurljósin mynduð með Sævari Helga
Sony og Ofar bjóða þér á fræðandi og skemmtilegan viðburð með Sævari Helga Bragasyni, þann 29. október í ráðstefnusal Ofar, Borgartúni 37.

Sævar Helgi Bragason er vísindamiðlari, rithöfundur, dagskrárgerðarmaður og áhugaljósmyndari með áratugareynslu af kennslu stjörnufræði og stjörnu- og norðurljósaskoðun. Hann er eigandi og ritstjóri norðurljósa- og stjörnuskoðunarvefsins Iceland at Night og sólmyrkvavefsins eclips2026.is.
Meðal umfjöllunarefnis:
Hvernig á að lesa í norðurljósaspá
Hvers vegna verða næstu árin góð norðurljósa ár?
Ljósmyndarinn Sævar Helgi, myndasýning og farið yfir góð ráð fyrir nætur- og norðurljósmyndatöku
Sögur af ævintýrum úr ljósmyndaferðum
Almyrkvi 2026
Húsið opnar kl. 17:00 þar sem áhugasamir geta prófað Sony ljósmyndabúnað. Fyrirlesturinn hans Sævars byrjar rúmlega hálftíma síðar. Laufléttar veitingar í boði.
Ljósmyndarinn Sævar Helgi
Ljósmyndaáhugi Sævars hverfist um að ljósmynda næturhiminninn, með og án norðurljósa og stundum með stjörnusjónaukum. Á sólríkum degi fylgist hann með sólinni og tek stundum myndir af henni. Áhuginn á ljósmyndun kviknaði einfaldlega eftir að Sævar var úti við með sjónauka, dolfallinn yfir fegurðinni og þörf til að deila henni með öðrum.

Ár hvert stendur Sævar fyrir ljósmyndaferðum ásamt vini sínum Babak Tafreshi, sem er einn allra færasti næturljósmyndari heims og starfar meðal annars fyrir National Geographic. Í þær koma 20-25 áhugaljósmyndarar frá öllum heimshornum. Afrakstur þeirra ferða er bókin Iceland at Night sem þeir gerðu saman.

Sævar er einlægur stuðningsmaður single-shot mynda í stað samsettra, nema það eigi auðvitað við eins og í tilviki stjörnuljósmyndunar. Þá finnst honum alltaf fallegast þegar skrúfað er aðeins niður í litadýrðinni á norðurljósamyndum svo þær séu sem náttúrulegastar. Raunveruleikinn þarf nefnilega ekki á ýkjum að halda.
Fjórum sinnum hefur Sævar ferðast til þess að elta fallegustu sýningu náttúrunnar, almyrkva á sólu og fengið að fanga þá á mynd. Hann getur þess vegna ekki beðið eftir myrkvanum 12. ágúst 2026.

Fjórum sinnum hefur Sævar ferðast til þess að elta fallegustu sýningu náttúrunnar, almyrkva á sólu og fengið að fanga þá á mynd. Hann getur þess vegna ekki beðið eftir myrkvanum 12. ágúst 2026.
