11/09/2023

Sjáðu myndirnar frá sýningu og ráðstefnu Afgreiðslulausna 7 sept.

Snjallar stafrænar afgreiðslulausnir fyrir þinn rekstur.

Sérfræðingar okkar í afgreiðslulausnum stóðu fyrir afar vel sóttum viðburði fyrir helgi þann 7. september á Grand hótel þar sem rekstraraðilum var boðið á ráðstefnu með yfirskriftinni: Stafrænar lausnir fyrir þinn rekstur. Á viðburðinum var sýningarsvæði þar sem snjallar lausnir og nýjungar fyrir vöruhús og verslanir voru kynntar sem auka skilvirkni, lækka kostnað og bæta yfirsýn á birgðahaldi með básum frá Honeywell, Strongpoint, SES-imagotag og K8 vöruhúsakerfi. 

Rekstraraðilar vöruhúsa og verslanna velja stafrænar lausnir.

Sýningarsvæði

Viðburðurinn var vel sóttur og mikill áhugi var á sýningarsvæðinu þar sem hægt var að kynna sér allt það nýjasta í handtölvu- og prentlausnum frá Honeywell ásamt raddstýringu í birgðahaldi.

Þar var einnig hægt að kynna sér rafræna hillumiða frá SES-imagotag, einum stærsta framleiðanda í heimi í Skjátækni ásamt Vusion Rail verðmerkingum sem eru nýjasta kynslóð rafrænna hillumiða. Með þeim er hægt að sýna stafrænt markaðsefni meðfram verði og upplýsingum um vöruna. 

Sérfræðingar okkar þeir Stefán Jóhannsson og Haraldur Þrastarson veittu ráðgjöf og svöruðu öllum spurningum um vöruhúsakerfið K8 sem er hannað í samstarfi við íslensk fyrirtæki.

Nýjasta snjallboxið og hugbúnaðurinn frá Strongpoint var til sýnis en í því leyndust 12 vinningar fyrir heppna aðila sem skráðu sig í leikinn þar á meðal frá Bose, Sony, Lenovo ásamt Honeywell CT30XP handtölvu sem er sú allra flottasta á markaðinum í dag.

Fræðandi erindi um bestun rekstursins.

Dagskráin á ráðstefnunni samanstóð af áhugaverðum og fróðlegum erindum frá fjórum erlendum sérfræðingum innan geirans en Máni Arnarson hélt vel utan um gesti sem fundarstjóri.

Fyrsti fyrirlesarinn, Ib Headley - Blythe, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Honeywell, hélt erindið: “Empowering Distribution Centers, transportation & logistics”? Þar fór hann yfir hvernig skortur á vinnuafli er sífelt að aukast og vandann sem rekstraraðilar standa frammi fyrir þegar eftirspurn eykst í verslunum. Hann kynnti fyrir gestum hvernig væri hægt að nýta tæknina til að einfalda ferðalag vörunnar og knýja fram útkomu með handtölvu- og prentlausnum.

 Kimmo Yli-Kokko tók við með lausnir í raddstýringu á lager og vöruhúsum, nákvæmni þeirra og öryggi fyrir starfsfólk sem lausnin veitir með handfrjálsum búnaði. Hann er svæðisstjóri Norður- og Eystrasaltslanda hjá Honeywell Voice Solutions og hélt erindið “Honeywell Voice Solutions – what does it bring to you”

Fyrirlesarinn Lennart Diago, viðskiptaþróunarstjóri í Norður- og Eystrasaltslöndum hjá SES-imagotag hélt erindið: “Enhance in-store shopping experience & In-store marketing with Vusion Rail”. Hann fjallaði um upplifun viðskiptavina í verslunum með notkun á rafrænum hillumiðum og nýju byltingarkenndu hillumiðana þar sem er hægt að notast við skapandi markaðssetningu ásamt því að auka vörumerkjavitund.

Að lokum fjallaði Martina Nilson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og sérfræðingur snjallboxa hjá Strongpoint um hagkvæmni og tímasparnað með snjallboxum með erindið: “How to optimize E-commerce efficiency”

Áhugasamir rekstraraðilar sem kjósa stafrænar lausnir.

Afgreiðslulausnir þakka kærlega fyrir komuna.