20/01/2025

Skjáskilti: Tækni sem skapar eftirminnilega upplifun

Ráðstefnan Stefnur og straumar í skjáskiltum vakti mikla athygli fyrir þau sem setja upplifun og miðlun í fyrsta sæti

Fyrsti viðburður Ofar var haldinn síðastliðinn miðvikudag 15. janúar á Grand Hótel þar sem sérfræðingar okkar á sviði hljóð- og myndlausna stóðu fyrir ráðstefnu og tæknisýningu sem bar yfirskriftina "Stefnur og straumar í skjáskiltum", með áherslu á LED skjáskilti og afspilunarlausnir.

Ráðstefnan vakti mikla athygli meðal fagfólks í rekstri og tæknigeiranum sem setja upplifun notenda sinna og miðlun upplýsinga í fyrsta sætið. Gestum ráðstefnunnar gafst tækifæri til að kynnast nýjungum í geiranum og tæknilausnum, deila hugmyndum og fá ráðgjöf frá sérfræðingum okkar.

Fyrirlestrar um nýsköpun, bestun og grænni skjáskilti

Á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var Florian Rotberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Indvidis, sem var nýlega verðlaunaður fyrir starf sitt á Digital Signage Awards 2024. Í kynningum sínum fór hann yfir stefnur (en: trends) og helstu nýjungar í skjáskiltum, hvernig hægt er að ná auknum árangri og bæta upplifun fólks í verslunum og þjónustu.  Einnig hélt hann erindi um grænni skjálausnir og mikilvægi sjálfbærni í framtíðarsýn geirans.

Þeir Gunnar Kyvik og Erik Okstad, sérfræðingar Sharp/NEC Display Solutions á sviði skiltalausna og afspilunar, kynntu ýmsar nýjungar í búnaði og þar á meðal ePaper sem er byltingarkennd framför í orkusparandi skiltatækni. ePaper eyðir engri orku (en: zero watt) við birtingu efnis og lágmarks orkunotkun þegar efni breytist. Þetta er mikilvægt skref fram á við í átt að kolefnishlutlausri framtíð og verður frábær viðbót við lausnaframboð Ofar í skjálausnum.

Að lokum kynnti Bjarni Sigurðsson, forstöðumaður Notendaþjónustu ISAVIA vegferð þeirra við stækkun Austurálmu Keflavíkurflugvallar, breyttar þarfir í skjálausnabúnaði og framtíðarsýn.

Florian Rotberg, Gunnar Kyvik, Erik Okstad, Bjarni Sigurðsson og Knútur RúnarssonFlorian Rotberg, Gunnar Kyvik, Erik Okstad, Bjarni Sigurðsson og Knútur Rúnarsson

Viðburðurinn markaði tímamót fyrir Ofar, sem fyrir aðeins viku síðan kynnti nýtt nafn og vörumerki. Með nýju vörumerki og nýjum áherslum skapast tækifæri til að skerpa enn betur á hlutverki félagsins, veita því aukna sérstöðu í hljóð- og myndlausnum og tryggja viðskiptavinum betri þjónustu.

Eftir að hafa sótt Ofar ráðstefnuna um strauma og stefnur í skjáskiltum situr ein spurning eftir hjá mér: Erum við að nýta tækin nægjanlega vel til að skapa eitthvað sem fólk man eftir? Skjáskilti í dag eru svo miklu meira en skjáir… Sköpun snýst ekki um að bæta við tækni vegna tækninnar sjálfrar. Hún snýst um að hanna augnablik sem fá fólk til að staldra við, hugsa og finna eitthvað sem það gleymir ekki.

Einar Þór Garðarsson

gestur ráðstefnunar - meðeigandi og framkvæmdastjóri FINDS

Flettu á næstu mynd

Myndir frá ráðstefnu

"Við erum yfir okkur ánægð með frábærar móttökur og þann áhuga sem gestir sýndu. Sérfræðingar okkar og erlendir fyrirlesarar deildu dýrmætum lausnum sem sýna hvernig skjáskilti geta umbreytt upplýsingamiðlun" - Knútur Rúnarsson, hópstjóri hljóð- og myndlausna Ofar

Viltu vita meira?

Við bjóðum upp á óviðjafnanlega sérfræðiþekkingu og heildstæða þjónustu til að styrkja fyrirtæki og stofnanir með háþróuðum hljóð- og myndlausnum. Hjá okkur færð þú sérhæft teymi sem samanstendur af lausnastjórum, sérfræðingum, söluráðgjöfum, tæknimönnum og forriturum, og þannig sameinum við áratuga reynslu í hverju verkefni. Markmið okkar er að bæta samskipti, samvinnu og þátttöku áhorfenda með nýstárlegri tækni.

Þú getur bókað ráðgjöf með því að smella á hnappinn hér að neðan.

Deila frétt