Fáðu hugarró
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af tækjatryggingum, þjónustuskoðun, aukinni ábyrgð, rafhlöðuskiptum ásamt öðrum framúrskarandi þjónustumöguleikum fyrir tölvu- og tæknibúnað.
Vantar þig þjónustu fyrir tölvuna þína?
Nú er hægt að senda fyrirspurn og bóka tíma fyrir tölvuna þína í rafhlöðuskipti, rykhreinsun, ástandsskoðun eða aðra þjónustu á verkstæði Ofar Köllunarklettsvegi 8.
Viltu kaupa auka ábyrgð á Lenovo tölvubúnaðinum þínum?
Afhverju?
Uppfærsla á Lenovo ábyrgð hefur þann kost að hún lengir ábyrgðatíma og verndar tölvuna lengur. Almennt er aðeins 1 árs ábyrgð á innri rafhlöðu frá framleiðenda og 2 ára ábyrgð á vélbúnaði.
Athugið að tjón og skemmdir falla ekki undir ábyrgð eins og tækjatrygging gerir.
Ódýrari og sneggri þjónusta
Búnaður með viðbótarábyrgð fer fram fyrir röðina á verkstæðinu okkar á Köllunarklettsvegi 8.
Tæknimaður skoðar og lagar rafhlöðuna eða tækið án endurgjalds.
Ekkert óvænt
Með aukinni ábyrgð geturðu treyst því að tækið þitt sé varið gegn óvæntum vélbúnaðar vandamálum og viðgerðarkostnaði.
Ef aðstæður leyfa þá reynum við að bjóða upp á lánsbúnað án endurgjalds á meðan viðgerð stendur.
Hvar kaupi ég?
Sendu okkur skilaboð á hjalpin@ofar.is eða hafðu samband í síma 516-1900 til að kaupa aukna ábyrgð sem hentar þínum tölvurekstri.
Hægt er að kaupa valdar ábyrgðir í netverslun sé hún er í boði í kaupferlinu.
Tækjatryggingar
Þegar þú setur vöru í körfu í netversluninni okkar kemur sjálfkrafa upp valmöguleiki til að bæta við tryggingu ef hún er í boði. Jafnframt er hægt að kaupa tryggingu þegar viðeigandi vara er keypt í verslun okkar Borgartúni 37, Skipagötu 16 og á þjónustusviði okkar, Köllunarklettsvegi 8.
Við bjóðum upp á tækjatryggingu fyrir fartölvur, borðtölvur, myndavélar, linsur, snjallsíma, spjaldtölvur, snjallúr, hátalara, heyrnartól og sjónvörp.