Til að starfsfólk geti unnið hratt og örugglega, hvort sem er á skrifstofunni, heima eða á ferðinni, þurfa fyrirtæki að tryggja að hægt sé að skanna og prenta á einfaldan hátt. Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf í stafrænni vegferð og útvegum búnað sem hæfir þínu starfsumhverfi.
Lenovo er leiðandi í framleiðslu á tölvubúnaði sem sameinar nýsköpun, áreiðanleika og framúrskarandi hönnun. Hvort sem þú vinnur á skrifstofu, heiman frá eða á ferðinni þá býður Lenovo upp á breitt úrval af vörum sem henta þér og þínu fyrirtæki.
Ofar og Canon Medical býður upp á fjölbreytt úrval af læknisfræðilegum myndgreiningarlausnum, þar á meðal tölvusneiðmyndatöku, segulómun, röntgenmyndatöku, ómskoðun og upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu um allan heim.
Hvort sem verkefnið snýr að afgreiðslu og afhendingu, prentun eða vörugeymslu þá erum við með lausnina fyrir þinn rekstur. Við bjóðum upp á framúrskarandi tæknilausnir sem hjálpa þér bæði að veita úrvals þjónustu og að ná markmiðum þínum um umhverfisvænni og betri rekstur.
Ofar er leiðandi í ráðgjöf, uppsetningu, þjónustu og rekstri á miðlægum búnaði. Við erum sérfræðingar í netlausnum, netþjónum, gagnageymslum, stórtölvum og lausnum fyrir kerfissali.
Vantar þig hljóð- eða myndlausn fyrir fyrirtækið þitt? Við sérhæfum okkur í lausnum fyrir hótel, viðburðahús, tónlistarmarkaðinn, fyrirtæki, stofnanir, verslanir, söfn, skóla, ljósvakamiðla og margt fleira.
Vinnuumhverfi dagsins í dag er gjörbreytt frá því sem áður var og ekki lengur bundið við eina vinnustöð en nauðsynlegt er að tryggja að teymisvinna og framleiðni sé í lagi.
Við erum leiðandi á íslenskum markaði í sölu, ráðgjöf og þjónustu á búnaði fyrir mörg af þekktustu vörumerkjunum fyrir kvikmynda og sjónvarpsgeirann.